Sýknaður af nauðgun gegn barnabarni sínu

Karl­mað­ur á átt­ræðis­aldri var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Reykja­ness af kyn­ferð­is­brot­um gegn dótt­ur­dótt­ur sinni, en hann var ákærð­ur fyr­ir að hafa nauðg­að henni tvisvar með fjög­urra ára milli­bili. Bæði brot­in áttu að hafa átt sér stað með­an dótt­ur­dótt­ur­in var í pöss­un hjá afa sín­um.

Sýknaður af nauðgun gegn barnabarni sínu

Karlmaður á áttræðisaldri var í apríl sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness fyrir grófar nauðganir gegn ólögráða barnabarni sínu. Maðurinn var borinn þeim sökum að hafa nauðgað dótturdóttur sinni, annars vegar árið 2015 og hins vegar árið 2019, með því að „nýta sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað til hans sem afa hennar“.

Bæði brotin áttu að hafa átt sér stað meðan dótturdótturin var í pössun þar sem hún gisti hjá ákærða.

Maðurinn var sýknaður en dómurinn taldi framburð brotaþola ekki nægilega skýran og áreiðanlegan, auk þess sem ósamræmi væri í lýsingum hennar um meint brot – bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Að mati dómsins gætti töluverðs óskýrleika og jafnvel ósamræmis í frásögn stúlkunnar um hvað afi hennar ætti að hafa gert á  hennar hlut.

Aldur stúlkunnar kemur ekki fram í dómnum. Í gögnum málsins kemur þó fram að málsaðilar séu sammála um að afinn og barnabarnið hafi síðast hist í fermingarveislu stúlkunnar, og má því áætla út frá því að brotin hafi átt sér stað áður en hún komst á fermingaraldur.

„Svona bullukolla“

Eiginkona afans bar um það vitni fyrir dómi að hún hefði alltaf verið heima þegar stúlkan gisti hjá þeim hjónum og afinn hafi því aldrei verið einn með dótturdótturinni. Við yfirheyslu þvertók afinn fyrir að hafa brotið gegn dótturtóttur sinni og að hann áttaði sig ekki á því af hverju hún bæri slík ósannindi á hann.

Hún ætti það til að vera „svolítið mikil svona bullukolla.“ Samband hans við dótturdótturina og systkini hennar hafi verið náið og gott þangað til dóttir hans hætti samskiptum við hann um áramótin 2021-2022. Börnin hefðu oft verið í pössun hjá honum og konu hans. 

Að mati dómsins þótti framburður afans hnökralaus og trúverðugur. Þá ætti hann sér stoð í öðrum vitnisburðum og skjalfestum sönnunargögnum. 

Greindist með áfallastreitu

Stúlkan sótti tíu sálfræðitíma hjá Barnahúsi 2022-2023 þar sem hún greindist með áfallastreituröskun. Í dóminum segir að einkenni hennar hafi einkum birst í endurupplifun ágengra minninga um meint kynferðisbrot.

Sagði sálfræðingur frá Barnahúsi fyrir dómi að einkenni áfallastreituröskunar hjá stúlkunni hefðu verið „svo sértæk“ fyrir því að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi að sálfræðingurinn taldi engan vafa leika á að afi stúlkunnar hefði gert eitthvað á hennar hlut. Einkennin gætu ekki stafað af öðru áfalli en kynferðisbrotum ákærða.

Þetta þótti þó ekki styðja sérstaklega framburð stúlkunnar fyrir dómi, en hún hefði hætt meðferðarviðtölum áður en til þess kom að rætt yrði um meint kynferðisbrot afa hennar gegn henni. Ályktun sálfræðingsins þótti því óvarleg.

Þrátt fyrir stöðuga frásögn stúlkunnar að afi hennar hefði brotið á heni kynferðislega voru tiltekin atriði sem vöktu þá spurningu hvort hún væri „örugglega að lýsa atviki sem hún hafi upplifað af eigin raun,“ að því er segir í dómnum. 

„Eftir standa orð ákærða gegn orðum brotaþola um meint kynferðisbrot. Þykja þau hvort fyrir sig trúverðug og hallar alls ekki á ákærða við slíkt mat.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu