Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,93 prósent í apríl, sem þýðir að verðbólga yfir tólf mánaða tímabili mælist nú 4,2 prósent. Það er meira en hún gerði í síðasta mánuði og hækkar verðbólga nú í fyrsta sinn á milli mánaða síðan í júlí á síðasta ári.
Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 0,8 prósent og hafði 0,12 prósent áhrif á heildarvísitöluna. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði – það er reiknuð húsaleiga – hækkaði um 1,1 prósent og hafði 0,22 prósent áhrif. Flugfargjöld til útlanda jukust verulega og hækkuðu um 20,4 prósent, sem hafði 0,40 prósent áhrif á vísitöluna.
Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,2 prósent, en án húsnæðis um 3,2 prósent, á tólf mánaða tímabili. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent og er verðbólga því enn að mælast töluvert yfir markmiði.
Óljóst er hvort þetta muni hafa einhver áhrif á það vaxtalækkunarferli sem hefur verið …
Athugasemdir