Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 25. apríl 2025: Hvað nefndi hann sig, þessi? – og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 25. apríl

Spurningaþraut Illuga 25. apríl 2025: Hvað nefndi hann sig, þessi? – og 16 aðrar spurningar
Fyrri myndaspurning: Þessi karl hét nú bara Joseph að fornafni en seint á ævinni tók hann sér annað skírnarnafn og náði að verða kunnur undir því. Það var nafnið ...?
Síðari myndaspurning:Þetta er eitt af helstu táknunum um eitt af stjörnumerkjum dýrahringsins. Tákn um hvaða stjörnumerki er þetta?

  1. Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur heitir Sanna, fulltrúi Sósíalista. En hvað heitir hún fullu nafni? 
  2. Vigdís Finnbogadóttir var í sviðsljósinu vegna afmælis síns á dögunum. Hún á eina dóttur sem heitir ... hvað?
  3. Hvaða íslenski fugl ber latneska fræðiheitið corvus corax?
  4. Hver sendi frá sér plötuna Sundurlaus samtöl hér á Íslandi á síðasta ári?
  5. En hvaða hljómsveit sendi frá sér plötuna Tívolí árið 1976?
  6. Í hvaða landi heitir höfuðborgin Montevideo?
  7. Varaforseti Bandaríkjanna heimsótti herstöðina Pituffik á dögunum, eins og alræmt varð. En sú stöð var lengst kunn undir nafninu ... hvað?
  8. Hvað hétu synir Jóns Arasonar biskups sem voru líflátnir með honum 1550?
  9. En hvaða þjóðhöfðingi Evrópu – kóngur, keisari eða drottning – hefur ríkt lengur en nokkur, eða 72 ár?
  10. Hvaða víðfræga bandaríska poppstjarna sendi á síðasta áratug frá sér hin geysivinsælu lög Dark Horse, Roar og Firework?
  11. Hverrar þjóðar var Nóbel sá sem Nóbelsverðlaunin eru kennd við?
  12. Hann var iðnrekandi og með tilliti til þess að hann stofnaði friðarverðlaun þykir nokkuð kaldhæðnislegt að sú vara sem hann var frægastur fyrir að þróa og selja var ... hvað?
  13. Íslenskur rithöfundur á miðjum aldri hefur sent frá sér þrjár markverðar skáldsögur sem mega vel kallast vísindaskáldsögur: Truflunin, Dáin heimsveldi og Gólem. Hann heitir ... hvað?
  14. Hvað heitir lengsta áin á Íslandi?
  15. En hvaða á er næstlengst?

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Joseph Ratzinger sem varð páfi 2005 og tók sér þá nafnið Benedikt. Á seinni myndinni er tákn vatnsberans.
Svör við almennum spurningum:
1.  Sanna Magdalena Mörtudóttir.  —  2.  Ástríður.  —  3.  Hrafninn.  —  4.  Una Torfa.  —  5.  Stuðmenn.  —  6.  Úrúgvæ.  —  7.  Thule.  —  8.  Ari og Björn.  —  9.  Loðvík 14. Frakkakóngur.  —  10.  Katy Perry.  —  11.  Sænskur.  —  12.  Sprengiefnið dínamít.  —  13.  Steinar Bragi.  —  14.  Þjórsá.  —  15.  Jökulsá á Fjöllum.
Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár