
Síðari myndaspurning:Þetta er eitt af helstu táknunum um eitt af stjörnumerkjum dýrahringsins. Tákn um hvaða stjörnumerki er þetta?
- Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur heitir Sanna, fulltrúi Sósíalista. En hvað heitir hún fullu nafni?
- Vigdís Finnbogadóttir var í sviðsljósinu vegna afmælis síns á dögunum. Hún á eina dóttur sem heitir ... hvað?
- Hvaða íslenski fugl ber latneska fræðiheitið corvus corax?
- Hver sendi frá sér plötuna Sundurlaus samtöl hér á Íslandi á síðasta ári?
- En hvaða hljómsveit sendi frá sér plötuna Tívolí árið 1976?
- Í hvaða landi heitir höfuðborgin Montevideo?
- Varaforseti Bandaríkjanna heimsótti herstöðina Pituffik á dögunum, eins og alræmt varð. En sú stöð var lengst kunn undir nafninu ... hvað?
- Hvað hétu synir Jóns Arasonar biskups sem voru líflátnir með honum 1550?
- En hvaða þjóðhöfðingi Evrópu – kóngur, keisari eða drottning – hefur ríkt lengur en nokkur, eða 72 ár?
- Hvaða víðfræga bandaríska poppstjarna sendi á síðasta áratug frá sér hin geysivinsælu lög Dark Horse, Roar og Firework?
- Hverrar þjóðar var Nóbel sá sem Nóbelsverðlaunin eru kennd við?
- Hann var iðnrekandi og með tilliti til þess að hann stofnaði friðarverðlaun þykir nokkuð kaldhæðnislegt að sú vara sem hann var frægastur fyrir að þróa og selja var ... hvað?
- Íslenskur rithöfundur á miðjum aldri hefur sent frá sér þrjár markverðar skáldsögur sem mega vel kallast vísindaskáldsögur: Truflunin, Dáin heimsveldi og Gólem. Hann heitir ... hvað?
- Hvað heitir lengsta áin á Íslandi?
- En hvaða á er næstlengst?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Joseph Ratzinger sem varð páfi 2005 og tók sér þá nafnið Benedikt. Á seinni myndinni er tákn vatnsberans.
Svör við almennum spurningum:
1. Sanna Magdalena Mörtudóttir. — 2. Ástríður. — 3. Hrafninn. — 4. Una Torfa. — 5. Stuðmenn. — 6. Úrúgvæ. — 7. Thule. — 8. Ari og Björn. — 9. Loðvík 14. Frakkakóngur. — 10. Katy Perry. — 11. Sænskur. — 12. Sprengiefnið dínamít. — 13. Steinar Bragi. — 14. Þjórsá. — 15. Jökulsá á Fjöllum.
Athugasemdir (2)