Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Sjónarvitni sáu dóttur beita aldraða foreldra miklu ofbeldi

Tvö sjón­ar­vitni sem Heim­ild­in ræddi við sáu konu beita báða for­eldra sína of­beldi áð­ur en hún var hand­tek­in vegna gruns um að hafa ban­að föð­ur sín­um. Kon­an, sem er 28 ára göm­ul, sit­ur nú í gæslu­varð­haldi eft­ir að fað­ir henn­ar fannst lát­inn á heim­ili fjöl­skyld­unn­ar á Arn­ar­nes­inu í Garða­bæ.

Sjónarvitni sáu dóttur beita aldraða foreldra miklu ofbeldi
Arnarnes Aldraður maður fannst illa farinn á heimili sínu á Arnarnesi fyrir helgi. Vitni sáu dóttur mannsins misþyrma foreldrum sínum síðast fyrir mánuði síðan. Mynd: Golli

Það var snemma á föstudagsmorgun, þann 11. apríl síðastliðinn, sem lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi á Arnarnesinu í Garðabæ. Hverfið er álitið eitt það ríkmannlegasta á landinu og húsið sem fólkið býr í er með þeim glæsilegri í hverfinu. Í húsinu bjuggu öldruð hjón, karlmaður sem átti jafnframt áttræðisafmæli daginn sem hann lést, og svo eiginkona hans, sem er um tíu árum yngri. Dóttir hjónanna býr þar einnig, en hún er 28 ára gömul. Hún átti afmæli daginn áður, 10. apríl.

Fljótt kom í ljós að ekki var allt með felldu og var farið fram á gæsluvarðhald yfir konunni vegna gruns um aðkomu að andláti föður síns, sem lést síðar um daginn eftir að hafa fundist illa haldinn á heimilinu. 

Hestakona

Í æsku æfði konan hestaíþróttina af krafti og tók þátt í mótum og naut velgengni á þeim vettvangi. Hestamenn sem Heimildin ræddi við könnuðust vel við …

Kjósa
158
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Sorglegt og hefur ekkert með slúður að gera, á þá ekkert að gera þegar ofdekrað afkvæmi beitir ofbeldi, er það bara í lagi.?
    9
  • EJ
    Erlendur Jónsson skrifaði
    Heimildin að breytast í slúðurblað?
    -20
  • SÍF
    Sveinn í Felli skrifaði
    Ágæti blaðamaður; orðið "sjón­ar­vitni" kemur ansi færeyskt fyrir sjónir, á íslensku er oftast notað bara "vitni" eða "sjónarvottur. "Sjón­ar­vitni" er hinsvegar til í færeysku.
    12
    • KG
      Kristian Guttesen skrifaði
      Þetta er bæði í Blöndal og í nútímamáli, ekkert að þessu.

      https://xn--mli-ela1f.is/leit/sj%C3%B3narvitni
      6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár