Árið 2021 tók Helga Árnadóttir við umsjón Hlaupahóps Hornafjarðar. Hópurinn heldur árleg hlaup á Höfn, klæðist jöklabláum jökkum og hefur skráð sig í hlaup í Slóveníu næsta haust. Helga segir hlaupin vettvang fyrir fólk til að kynnast á nýjan hátt.
Jöklablái hópurinn
Helga Árnadóttir ákvað að skora á sjálfa sig að taka við þjálfun Hlaupahóps Hornfirðinga fyrir fjórum árum síðan. „Það var fólk í kringum mig að spá í hvort ég væri til í að halda utan um hópinn,“ útskýrir Helga, en hann er starfræktur í samstarfi við ungmennafélagið Sindra.

Mikill áhugi var meðal bæjarbúa fyrir hlaupunum en á fimmta tug skráðu sig í hópinn. „Það var rosa gaman,“ segir Helga. Hópurinn æfði þrisvar í viku og hljóp fimm kílómetra hlaup í hverjum mánuði frá október til mars 2022.
Fyrsta formlega hlaupið sem Hlaupahópur Hornafjarðar tók þátt í var Mýrdalshlaupið …
Athugasemdir