Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Kristrún endurkjörin formaður með rúmlega 98 prósent atkvæða

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra hlaut í dag end­ur­kjör sem formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á lands­fundi flokks­ins með 98,7 pró­sent at­kvæða.

Kristrún endurkjörin formaður með rúmlega 98 prósent atkvæða

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hlaut 98,7 prósent atkvæða í endurkjöri til formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í dag. Hún var ein í framboði til embættisins.

Formaðurinn ávarpaði fundinn þegar niðurstöðurnar lágu fyrir og þakkaði flokksmönnum traustið. „Það er heiður að fá að leiða Samfylkinguna áfram og ég er ótrúlega þakklát fyrir endurnýjað umboð. Ég gæti þetta ekki án ykkar og ég mun leggja mig alla fram hér eftir sem hingað til,“ sagði hún. 

Þá lofaði hún að yrði ekki fjarlæg og að hún myndi ekki missa tenginguna við fólkið í flokknum og landinu. „Samfylkingin er komin á réttan stað núna. Ég held við finnum það öll. Þetta er mjög náttúrulegt. Hér eigum við að vera, í forystustjórn landsmálanna.“

Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og á morgun í Fossaleynir Studio í Grafarvogi í Reykjavík. 

Síðar í dag munu kjör í önnur embætti liggja fyrir en Guðmundur Árni Stefánsson, sitjandi varaformaður Samfylkingarinnar, er einn í framboði til varaformanns.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár