Kristrún endurkjörin formaður með rúmlega 98 prósent atkvæða

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra hlaut í dag end­ur­kjör sem formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á lands­fundi flokks­ins með 98,7 pró­sent at­kvæða.

Kristrún endurkjörin formaður með rúmlega 98 prósent atkvæða

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hlaut 98,7 prósent atkvæða í endurkjöri til formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í dag. Hún var ein í framboði til embættisins.

Formaðurinn ávarpaði fundinn þegar niðurstöðurnar lágu fyrir og þakkaði flokksmönnum traustið. „Það er heiður að fá að leiða Samfylkinguna áfram og ég er ótrúlega þakklát fyrir endurnýjað umboð. Ég gæti þetta ekki án ykkar og ég mun leggja mig alla fram hér eftir sem hingað til,“ sagði hún. 

Þá lofaði hún að yrði ekki fjarlæg og að hún myndi ekki missa tenginguna við fólkið í flokknum og landinu. „Samfylkingin er komin á réttan stað núna. Ég held við finnum það öll. Þetta er mjög náttúrulegt. Hér eigum við að vera, í forystustjórn landsmálanna.“

Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og á morgun í Fossaleynir Studio í Grafarvogi í Reykjavík. 

Síðar í dag munu kjör í önnur embætti liggja fyrir en Guðmundur Árni Stefánsson, sitjandi varaformaður Samfylkingarinnar, er einn í framboði til varaformanns.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár