Íslenska handboltalandsliðið: „Hvers vegna fær Ísrael enn að taka þátt?“

Liðs­menn ís­lenska kvenna­lands­liðs­ins í hand­bolta hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna þátt­töku Ísra­els í undan­keppni heims­meist­ara­móts­ins. Lið­ið keppti á móti Ísra­el í tveim­ur leikj­um í vik­unni. „Að spila tvo lands­leiki gegn Ísra­el var ekki sjálfsagt mál fyr­ir okk­ur.“

Íslenska handboltalandsliðið: „Hvers vegna fær Ísrael enn að taka þátt?“
Mótmælt Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælum fyrir utan íþróttahúsið þar sem landsleikir Íslands og Ísraels voru spilaðir, voru fjölskyldur með börn frá Gaza og hrópaði hópurinn til að mynda „Frjáls, frjáls Palestína – Free free Palestine,“ „Börnin á Gaza eru okkar börn“ og „Stop the genocide“. Mynd: Golli

Liðsmenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta segja tímabært að alþjóðleg íþróttahreyfing og íþróttayfirvöld hér á landi endurskoði afstöðu sína gagnvart þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum á meðan hernaðaraðgerðir þeirra á Gaza halda áfram. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá landsliðinu. 

„Að spila tvo landsleiki gegn Ísrael var ekki sjálfsagt fyrir okkur,“ segir í yfirlýsingunni. Tveir kostir hafi í raun blasað við liðinu í aðdraganda þess að liðið lék tvo landsleiki gegn Ísrael í vikunni. „að spila við fulltrúa ríkis sem ber ábyrgð á dauða ótal saklausra borgara – eða hafna þátttöku og þar með láta ísraelska landsliðið fara áfram,“ segir í yfirlýsingunni.

Ákvörðun liðsins var sú að spila leikina „af því við vildum sjá íslenska fánann á heimsmeistaramótinu en ekki þann ísraelska“.

Samkvæmt ráðleggingum Ríkislögreglustjóra fóru leikirnir fram fyrir luktum dyrum og voru þeir ekki auglýstir. Liðið mætti í lögreglufylgd og segist hafa þurft …

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
6
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár