Liðsmenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta segja tímabært að alþjóðleg íþróttahreyfing og íþróttayfirvöld hér á landi endurskoði afstöðu sína gagnvart þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum á meðan hernaðaraðgerðir þeirra á Gaza halda áfram. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá landsliðinu.
„Að spila tvo landsleiki gegn Ísrael var ekki sjálfsagt fyrir okkur,“ segir í yfirlýsingunni. Tveir kostir hafi í raun blasað við liðinu í aðdraganda þess að liðið lék tvo landsleiki gegn Ísrael í vikunni. „að spila við fulltrúa ríkis sem ber ábyrgð á dauða ótal saklausra borgara – eða hafna þátttöku og þar með láta ísraelska landsliðið fara áfram,“ segir í yfirlýsingunni.
Ákvörðun liðsins var sú að spila leikina „af því við vildum sjá íslenska fánann á heimsmeistaramótinu en ekki þann ísraelska“.
Samkvæmt ráðleggingum Ríkislögreglustjóra fóru leikirnir fram fyrir luktum dyrum og voru þeir ekki auglýstir. Liðið mætti í lögreglufylgd og segist hafa þurft …
Athugasemdir