Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Sjálfstæðisflokkurinn á flugi í Reykjavík

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn nýt­ur lang­mests stuðn­ings í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Sam­fylk­ing­in, flokk­ur borg­ar­stjóra, nýt­ur jafn mik­ils stuðn­ings og í síð­ustu kosn­ing­um.

Sjálfstæðisflokkurinn á flugi í Reykjavík
Upp Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er að sækja í sig veðrið. Hildur Björnsdóttir er oddviti flokksins. Mynd: Bára Huld Beck

Sjálfstæðisflokkurinn í borginni nýtur stuðnings tæplega 34 prósent kjósenda. Samfylkingin hefur á sama tíma stuðning 20 prósent borgarbúa. Það er um það bil jafn mikið og flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Þetta eru niðurstöður könnunar Gallup fyrir Viðskiptablaðið

Sósíalistaflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn, með rúmlega 13 prósenta fylgi, en stuðningur við Flokk fólksins er svo lítið að flokkurinn næði ekki fulltrúa inn í borgarstjórn, yrðu þetta niðurstöður kosninga. Flokkurinn mælist með 3,6 prósent stuðning.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig töluverðu fylgi frá kosningunum 2022, þegar flokkurinn fékk 24,5 prósent atkvæða. Hann var þá engu að síður stærsti flokkurinn í borgarstjórn.

Framsóknarflokkurinn vann það ár mikinn sigur og reif fylgi sitt upp í 18,7 prósent í kom sér í meirihluta. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, sleit hins vegar meirihlutanum eftir að hafa sjálfur sest í borgarstjórastólinn. Nú mælist fylgið 4,7 prósent.

Stuðningur við Vinstri græna mælist 4,6 oprósent, sem er á sömu slóðum og í kosningunum 2022. Virðist fylgi flokksins á hægri uppleið frá lágpunkti sem birtist í könnun í október á síðasta ári, þegar flokkurinn mældist með 1,9 prósent. 

Fylgi Pírata hefur helmingast frá kosningum og mælist nú 5,5 prósent, samanborið við 11,6 prósenta kjörfylgi. Fylgi Miðflokksins hefur á sama tíma tvöfaldast, farið úr 2,4 prósentum í kosningunum og upp í 5,1 prósent. Það myndi tryggja flokknum fulltrúa í borgarstjórn. 

Á móti myndi Flokkur fólksins missa sinn eina fulltrúa. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár