Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Sjálfstæðisflokkurinn á flugi í Reykjavík

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn nýt­ur lang­mests stuðn­ings í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Sam­fylk­ing­in, flokk­ur borg­ar­stjóra, nýt­ur jafn mik­ils stuðn­ings og í síð­ustu kosn­ing­um.

Sjálfstæðisflokkurinn á flugi í Reykjavík
Upp Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er að sækja í sig veðrið. Hildur Björnsdóttir er oddviti flokksins. Mynd: Bára Huld Beck

Sjálfstæðisflokkurinn í borginni nýtur stuðnings tæplega 34 prósent kjósenda. Samfylkingin hefur á sama tíma stuðning 20 prósent borgarbúa. Það er um það bil jafn mikið og flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Þetta eru niðurstöður könnunar Gallup fyrir Viðskiptablaðið

Sósíalistaflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn, með rúmlega 13 prósenta fylgi, en stuðningur við Flokk fólksins er svo lítið að flokkurinn næði ekki fulltrúa inn í borgarstjórn, yrðu þetta niðurstöður kosninga. Flokkurinn mælist með 3,6 prósent stuðning.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig töluverðu fylgi frá kosningunum 2022, þegar flokkurinn fékk 24,5 prósent atkvæða. Hann var þá engu að síður stærsti flokkurinn í borgarstjórn.

Framsóknarflokkurinn vann það ár mikinn sigur og reif fylgi sitt upp í 18,7 prósent í kom sér í meirihluta. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, sleit hins vegar meirihlutanum eftir að hafa sjálfur sest í borgarstjórastólinn. Nú mælist fylgið 4,7 prósent.

Stuðningur við Vinstri græna mælist 4,6 oprósent, sem er á sömu slóðum og í kosningunum 2022. Virðist fylgi flokksins á hægri uppleið frá lágpunkti sem birtist í könnun í október á síðasta ári, þegar flokkurinn mældist með 1,9 prósent. 

Fylgi Pírata hefur helmingast frá kosningum og mælist nú 5,5 prósent, samanborið við 11,6 prósenta kjörfylgi. Fylgi Miðflokksins hefur á sama tíma tvöfaldast, farið úr 2,4 prósentum í kosningunum og upp í 5,1 prósent. Það myndi tryggja flokknum fulltrúa í borgarstjórn. 

Á móti myndi Flokkur fólksins missa sinn eina fulltrúa. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár