Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Sjálfstæðisflokkurinn á flugi í Reykjavík

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn nýt­ur lang­mests stuðn­ings í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Sam­fylk­ing­in, flokk­ur borg­ar­stjóra, nýt­ur jafn mik­ils stuðn­ings og í síð­ustu kosn­ing­um.

Sjálfstæðisflokkurinn á flugi í Reykjavík
Upp Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er að sækja í sig veðrið. Hildur Björnsdóttir er oddviti flokksins. Mynd: Bára Huld Beck

Sjálfstæðisflokkurinn í borginni nýtur stuðnings tæplega 34 prósent kjósenda. Samfylkingin hefur á sama tíma stuðning 20 prósent borgarbúa. Það er um það bil jafn mikið og flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Þetta eru niðurstöður könnunar Gallup fyrir Viðskiptablaðið

Sósíalistaflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn, með rúmlega 13 prósenta fylgi, en stuðningur við Flokk fólksins er svo lítið að flokkurinn næði ekki fulltrúa inn í borgarstjórn, yrðu þetta niðurstöður kosninga. Flokkurinn mælist með 3,6 prósent stuðning.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig töluverðu fylgi frá kosningunum 2022, þegar flokkurinn fékk 24,5 prósent atkvæða. Hann var þá engu að síður stærsti flokkurinn í borgarstjórn.

Framsóknarflokkurinn vann það ár mikinn sigur og reif fylgi sitt upp í 18,7 prósent í kom sér í meirihluta. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, sleit hins vegar meirihlutanum eftir að hafa sjálfur sest í borgarstjórastólinn. Nú mælist fylgið 4,7 prósent.

Stuðningur við Vinstri græna mælist 4,6 oprósent, sem er á sömu slóðum og í kosningunum 2022. Virðist fylgi flokksins á hægri uppleið frá lágpunkti sem birtist í könnun í október á síðasta ári, þegar flokkurinn mældist með 1,9 prósent. 

Fylgi Pírata hefur helmingast frá kosningum og mælist nú 5,5 prósent, samanborið við 11,6 prósenta kjörfylgi. Fylgi Miðflokksins hefur á sama tíma tvöfaldast, farið úr 2,4 prósentum í kosningunum og upp í 5,1 prósent. Það myndi tryggja flokknum fulltrúa í borgarstjórn. 

Á móti myndi Flokkur fólksins missa sinn eina fulltrúa. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
2
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár