Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Sjálfstæðisflokkurinn á flugi í Reykjavík

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn nýt­ur lang­mests stuðn­ings í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Sam­fylk­ing­in, flokk­ur borg­ar­stjóra, nýt­ur jafn mik­ils stuðn­ings og í síð­ustu kosn­ing­um.

Sjálfstæðisflokkurinn á flugi í Reykjavík
Upp Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er að sækja í sig veðrið. Hildur Björnsdóttir er oddviti flokksins. Mynd: Bára Huld Beck

Sjálfstæðisflokkurinn í borginni nýtur stuðnings tæplega 34 prósent kjósenda. Samfylkingin hefur á sama tíma stuðning 20 prósent borgarbúa. Það er um það bil jafn mikið og flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Þetta eru niðurstöður könnunar Gallup fyrir Viðskiptablaðið

Sósíalistaflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn, með rúmlega 13 prósenta fylgi, en stuðningur við Flokk fólksins er svo lítið að flokkurinn næði ekki fulltrúa inn í borgarstjórn, yrðu þetta niðurstöður kosninga. Flokkurinn mælist með 3,6 prósent stuðning.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig töluverðu fylgi frá kosningunum 2022, þegar flokkurinn fékk 24,5 prósent atkvæða. Hann var þá engu að síður stærsti flokkurinn í borgarstjórn.

Framsóknarflokkurinn vann það ár mikinn sigur og reif fylgi sitt upp í 18,7 prósent í kom sér í meirihluta. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, sleit hins vegar meirihlutanum eftir að hafa sjálfur sest í borgarstjórastólinn. Nú mælist fylgið 4,7 prósent.

Stuðningur við Vinstri græna mælist 4,6 oprósent, sem er á sömu slóðum og í kosningunum 2022. Virðist fylgi flokksins á hægri uppleið frá lágpunkti sem birtist í könnun í október á síðasta ári, þegar flokkurinn mældist með 1,9 prósent. 

Fylgi Pírata hefur helmingast frá kosningum og mælist nú 5,5 prósent, samanborið við 11,6 prósenta kjörfylgi. Fylgi Miðflokksins hefur á sama tíma tvöfaldast, farið úr 2,4 prósentum í kosningunum og upp í 5,1 prósent. Það myndi tryggja flokknum fulltrúa í borgarstjórn. 

Á móti myndi Flokkur fólksins missa sinn eina fulltrúa. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár