Vara við kvikuhlaupi og mögulegum sprunguhreyfingum innan bæjarins

Kvik­an er að hreyfa sig bæði til norð­aust­urs en einnig til suð­urs í átt að Grinda­vík. Tal­ið er að um stærri at­burð sé að ræða nú en síð­ast. Enn er þó óvíst hvort kvik­an nái upp á yf­ir­borð­ið.

Vara við kvikuhlaupi og mögulegum sprunguhreyfingum innan bæjarins

Kvikuhlaup er hafið á Sundhnúksgígaröðinni. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru merki frá aflögunarmælum sterkari en sést hafa í síðustu atburðum á Sundhnúksgígaröðinni. Sem sýnir að talsvert magn kviku er á ferðinni. Merkin sem sjást sýna að kvikan er að hreyfa sig bæði til norðausturs en einnig til suðurs í átt að Grindavík. Verið er að rýma Grindavík en Bláa lónið var rýmt fyrr í morgun. Um 200 gestir og starfsmenn voru á hótelinu. 

Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar er ekki hægt að fullyrða hvar kvikan muni koma upp, en færslan á aflögunarmerkjum til suðurs sáust ekki í eldgosinu sem hófst í nóvember 2024.

Búið er að virkja samhæfingarstöð Almannavarna. Þyrla Landhelgisgæslunnar er tilbúin til að fara í loftið. 

Yfir 100 skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaga frá því að kvikuhlaup hófst klukkan hálf sjö. Skjálftahrinan er staðsett á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells. Viðbragðsaðilar í Grindavík segjast finna fyrir jarðskjálftum í bænum og …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár