Kvikuhlaup er hafið á Sundhnúksgígaröðinni. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru merki frá aflögunarmælum sterkari en sést hafa í síðustu atburðum á Sundhnúksgígaröðinni. Sem sýnir að talsvert magn kviku er á ferðinni. Merkin sem sjást sýna að kvikan er að hreyfa sig bæði til norðausturs en einnig til suðurs í átt að Grindavík. Verið er að rýma Grindavík en Bláa lónið var rýmt fyrr í morgun. Um 200 gestir og starfsmenn voru á hótelinu.
Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar er ekki hægt að fullyrða hvar kvikan muni koma upp, en færslan á aflögunarmerkjum til suðurs sáust ekki í eldgosinu sem hófst í nóvember 2024.
Búið er að virkja samhæfingarstöð Almannavarna. Þyrla Landhelgisgæslunnar er tilbúin til að fara í loftið.
Yfir 100 skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaga frá því að kvikuhlaup hófst klukkan hálf sjö. Skjálftahrinan er staðsett á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells. Viðbragðsaðilar í Grindavík segjast finna fyrir jarðskjálftum í bænum og …
Athugasemdir