Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Vara við kvikuhlaupi og mögulegum sprunguhreyfingum innan bæjarins

Kvik­an er að hreyfa sig bæði til norð­aust­urs en einnig til suð­urs í átt að Grinda­vík. Tal­ið er að um stærri at­burð sé að ræða nú en síð­ast. Enn er þó óvíst hvort kvik­an nái upp á yf­ir­borð­ið.

Vara við kvikuhlaupi og mögulegum sprunguhreyfingum innan bæjarins

Kvikuhlaup er hafið á Sundhnúksgígaröðinni. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru merki frá aflögunarmælum sterkari en sést hafa í síðustu atburðum á Sundhnúksgígaröðinni. Sem sýnir að talsvert magn kviku er á ferðinni. Merkin sem sjást sýna að kvikan er að hreyfa sig bæði til norðausturs en einnig til suðurs í átt að Grindavík. Verið er að rýma Grindavík en Bláa lónið var rýmt fyrr í morgun. Um 200 gestir og starfsmenn voru á hótelinu. 

Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar er ekki hægt að fullyrða hvar kvikan muni koma upp, en færslan á aflögunarmerkjum til suðurs sáust ekki í eldgosinu sem hófst í nóvember 2024.

Búið er að virkja samhæfingarstöð Almannavarna. Þyrla Landhelgisgæslunnar er tilbúin til að fara í loftið. 

Yfir 100 skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaga frá því að kvikuhlaup hófst klukkan hálf sjö. Skjálftahrinan er staðsett á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells. Viðbragðsaðilar í Grindavík segjast finna fyrir jarðskjálftum í bænum og …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár