Björgunaraðilar leita í rústum að fólki á lífi - Yfir 1600 látin eftir jarðskjálftann

Að minnsta kosti 1.644 manns lét­ust og yf­ir 3.400 slös­uð­ust í Mjan­mar sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu frá her­for­ingja­stjórn­inni. Vegna mik­illa trufl­ana á fjar­skipt­um er um­fang hörm­ung­anna þó að­eins að byrja að koma í ljós og tal­ið er að fjöldi lát­inna eigi enn eft­ir að hækka veru­lega.

Björgunaraðilar leita í rústum að fólki á lífi - Yfir 1600 látin eftir jarðskjálftann
Björgunarteymi vinna að því að bjarga íbúum sem eru fastir undir rústum Sky Villa fjölbýlishúsanna í Mandalay. Mynd: AFP

Fjöldi látinna eftir gríðarlegan jarðskjálfta sem skók Mjanmar og Taíland hefur farið yfir 1.600 en björgunaraðilar grafa nú í rústum hrundinna bygginga í örvæntingarfullri leit að fólki á lífi. Skjálfti sem var 7,7 að stærð, reið yfir norðvestan við borgina Sagaing í miðhluta Mjanmar síðdegis á föstudag. Stuttu síðar fylgdi eftirskjálfti sem mældist 6,7.

Miklar skemmdir í Mandalay – tugir þúsunda í hættu

Skjálftinn eyðilagði byggingar, feldi brýr og skemmdi vegi víða um Mjanmar. Mestu skemmdirnar urðu í Mandalay, næststærstu borg landsins, þar sem rúmlega 1,7 milljónir manna búa.

Að minnsta kosti 1.644 manns létust og yfir 3.400 slösuðust í Mjanmar, auk þess sem að minnsta kosti 139 er saknað, samkvæmt yfirlýsingu frá herforingjastjórninni. Um tíu dauðsföll hafa einnig verið staðfest í Bangkok.

Vegna mikilla truflana á fjarskiptum er umfang hörmunganna þó aðeins að byrja að koma í ljós, og talið er að fjöldi látinna eigi enn eftir að hækka verulega.

Fólk fast í rústum fjölbýlishúsa

Í Mandalay sáu fréttamenn AFP björgunarmenn draga konu lifandi úr rústum fjölbýlishúss. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum gætu yfir 90 manns verið innilokuð þar.

Eftir margra klukkustunda nákvæma vinnu við Sky Villa fjölbýlishúsið, þar sem helmingur af tólf hæðum hrundi í skjálftanum, var Phyu Lay Khaing, 30 ára, borin á börum og faðmaði eiginmann sinn áður en hún var flutt á sjúkrahús.

Önnur kona í húsinu var ekki jafn heppin en sonar hennar sem starfaði í húsinu, tvítugur að aldri, er enn saknað.

„Við finnum hann ekki enn. Ég á bara þetta barn – hjartað mitt er að bresta,“ sagði Min Min Khine, 56 ára matreiðslukona í húsinu. „Hann borðaði í matsalnum mínum og sagðist þurfa að fara. Svo kom skjálftinn. Ef hann hefði verið með mér, hefði hann kannski komist undan eins og ég,“ sagði hún við AFP.

Fólk sefur á götum – ótti við frekari skemmdir

Annars staðar í Mandalay sáu fréttamenn tugi fólks undirbúa sig undir að sofa úti á götu, frekar en að taka áhættuna í skemmdum byggingum. Þetta var stærsti skjálfti sem skollið hefur á Mjanmar í áratugi, að sögn jarðfræðinga, og hristingurinn var svo öflugur að byggingar í Bangkok, hundruðum kílómetra frá upptökum, skemmdust illa.

Blaðamenn AFP sáu gamalt búddaklaustur í Mandalay sem hafði hrunið til grunna. „Klaustrið hrundi líka. Einn munkur lést, fleiri slösuðust. Við drógum fólk út og fluttum á sjúkrahús,“ sagði hermaður við eftirlitsstöð nálægt.

Tilkynnt hefur verið um skemmdir á flugvellinum í Mandalay, sem gæti torveldað hjálparstarf í landi þar sem björgunar- og heilbrigðiskerfi hafa þegar orðið illa úti eftir fjögurra ára borgarastríð sem hófst með valdaráni hersins árið 2021.

Lýst var yfir neyðarástandi á þeim sex stöðum sem urðu verst úti eftir skjálftann. Á einu stærsta sjúkrahúsi höfuðborgarinnar Naypyidaw neyddust heilbrigðisstarfsmenn til að meðhöndla slasaða utandyra.

Hjálparstofnanir hafa varað við því að Mjanmar sé illa undirbúið fyrir hamfarir af þessari stærðargráðu. Um 3,5 milljónir voru á vergangi vegna borgarastyrjaldarinnar áður en skjálftinn reið yfir og margir búa við matarskort.

Byggingarhrun í Bangkok – tugir enn ófundnir

Skjálftinn náði einnig til Taílands en Chadchart Sittipunt, borgarstjóri Bangkok, sagði staðfest að átta hefðu væri látnir eftir hrun þrjátíu hæða ókláraðrar byggingar, og að minnst átta hefði verið bjargað. Enn eru 79 eru ófundin í byggingunni, sem er nærri Chatuchak-helgarmarkaðinum, vinsælum áfangastað ferðamanna.

„Ég get ekki lýst hvernig mér líður – þetta gerðist á augabragði,“ sagði byggingarverkamanninn Khin Aung, sem slapp lifandi. „Allir vinir mínir og bróðir minn voru inni í byggingunni þegar hún hrundi. Ég á engin orð.“

Leitarhundar og hitaskynjunardrónar voru notaðir við leitina en  Chadchart sagði að unnt væri að staðsetja um 30 manns með ratsjá.

Yfirvöld í Bangkok hyggjast senda yfir 100 verkfræðinga til að skoða byggingar eftir að hafa fengið yfir 2.000 tilkynningar um skemmdir.

Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun

Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun fyrir þolendur jarðskjálftanna í Mjanmar. Við þessar erfiðu aðstæður eru viðbragðsaðilar, meðal annars sjálfboðaliðasveitir Rauða krossins, að störfum. Rauði krossinn í Mjanmar er á hamfarasvæðunum og sveitir frá nágrannalöndum eru einnig komnar til landsins. Fleiri hafa verið kallaðar út.

„Við Íslendingar þekkjum af eigin raun þá ofsafengnu krafta sem leysast úr læðingi í stórum jarðskjálftum,“ er haft eftir Gísla Rafni Ólafssyni, framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi, í tilkynningu vegna söfnunarinnar. „Skjálftinn sem varð í Mjanmar í gærmorgun var af slíkri stærðargráðu að hann lagði stórt svæði í rúst, í landi þar sem innviðir voru veikir fyrir. Mannfall er mikið og utanaðkomandi aðstoð lífsnauðsynleg.“

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár