Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Hef alltaf vitað að ég er öðruvísi

Krummi Smári Ingi­ríð­ar­son hef­ur alltaf vit­að að hann er hann. Hann ólst upp í Þýskalandi á 7. og 8. ára­tugn­um og gekk í gegn­um þung áföll. „En hér er ég í dag. Ham­ingju­sam­ur.“

Hef alltaf vitað að ég er öðruvísi
Til í meira sólskin Krummi Smári Ingiríðarson er hamingjusamur í dag en hefur gengið í gegnum ýmis áföll á lífsleiðinni. Að birgja hlutina inni hjálpar ekki, það hefur hann lært. Mynd: Golli

Ég kom til Íslands fyrir 18 árum og hef ekki litið til baka síðan. Ég varð hamingjusamur þegar ég kvaddi heimalandið, Þýskaland. Fjölskylda mín býr úti um allan heim, flest okkar eru kokkar, við viljum vera á hreyfingu, ekki sitja bara á rassinum. Ég er menntaður kokkur og hef verið í 35 ár. Ég kom hingað til að vinna og fyrstu þrjú árin var ég á Hótel Geysi í Haukadal.  

Ég reyni að vera jákvæður, ég er oftast jákvæður en auðvitað sekk ég aðeins niður líka, hver gerir það ekki? Svo lengi sem ég hef tónlist er ég oftast góður.

Ég hef alltaf vitað að ég er öðruvísi. Ég er trans. Mamma og pabbi hafa alltaf stutt mig. Ég trúði því alltaf að ég væri strákur, versta martröðin mín varð að veruleika þegar ég byrjaði á blæðingum. 

„Ég skaðaði sjálfan mig og reyndi að svipta mig lífi. En hér er ég í dag. Hamingjusamur.

Það var erfitt að vera eins og ég er í samfélaginu á þessum tíma. Mér var nauðgað. Tvisvar. Það var erfitt og það tók mig langan tíma að vinna úr því. Ég skaðaði sjálfan mig og reyndi að svipta mig lífi. En hér er ég í dag. Hamingjusamur. 

Ég get alveg talað um þetta. Ef fólk spyr þá svara ég, ég á erfitt með að segja ekki allan sannleikann. Ég hef lært að það að birgja hlutina inni hjálpar ekki, ef einhver er þarna úti sem vill vita, af hverju ekki að segja frá því?   

Í dag er ég matráður á leikskólanum Vesturborg. Ég hlusta á tónlist og hljóðbækur á meðan ég vinn. Stundum dansa ég.

Ég ætla ekki aftur til Þýskalands, mamma lést fyrir 12 árum, ég hef ekkert þangað að sækja lengur. Ég á bestu vinkonu hér á Íslandi, hún er mér sem systir. Fyrir utan hana á ég ekki marga vini, ég á erfitt með að mynda tengsl. En börnin hér á leikskólanum eru æðisleg, sérstaklega þau yngstu, þau eru svo hreinskilin, þau kunna ekki að ljúga. Þau eru eins og ég, ætli ég hafi nokkuð lært að fullorðnast? Þetta umhverfi hentar mér. 

Ég væri til í meira sólskin í líf mitt. Ég var reyndar að huga að garðinum um helgina í sólinni, náði að snyrta trén og rósarunnana. Ég er mikið fyrir garðyrkju. Ég er að verða 58 ára, tíu ár í viðbót af vinnu. Mig langar að verja ellinni á Indlandi, en mér líður illa í margmenni svo það gæti reynst flókið. En góð tónlist, góður matur, indælt fólk og heilun. Það heillar.“


Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á: Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s. 1717, netspjallið 1717.is og Píeta símann s. 552-2218.
Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s. 552-2218.
Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár