Verðbólga síðustu 12 mánaða mælist nú 3,8 prósent, sem er lækkun frá síðasta mánuði. Verðbólga án húsnæðis yfir 12 mánaða tímabil mælist nú 2,5 prósent. Hefur verðbólgustig því lækkað stöðugt frá því í júlí á síðasta ári.
Það er Hagstofa Íslands sem mælir verðbólgu en mælingin er gerð með því að fylgjast með þróun verðs á vörum- og þjónustu, sem síðan eru vigtaðar með tilliti til neyslu almennings. Í marsmánuði sýndi þessi mæling að verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 0,7 prósent á milli febrúar og mars, og reiknuð húsaleiga um 0,5 prósent.
Þrátt fyrir þessar hækkanir er heildarhækkun þessara liða yfir 12 mánuði áðurnefnd 3,8 prósent.
Stærstu áhrifaþættir í verðbólgumælingum Hagstofunnar eru húsnæði, ferðir og flutningar, og matur og drykkjarvörur.
Athugasemdir