Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Verðbólga áfram á niðurleið

Verð­bólga á 12 mán­aða tíma­bili mæl­ist nú 3,8 pró­sent. Verð á mat og drykkjar­vör­um hækk­aði á milli mán­aða og fast­eigna­verð. Þær hækk­an­ir voru þó inn­an við pró­sent.

Verðbólga áfram á niðurleið
Drífandi þáttur Húsnæðisverð hefur verið drífandi þáttur í verðbólgu síðustu ára. Ef húsnæðisliðurinn væri undanskilinn í verðbólgumælingu væri verðbólgan 2,5 prósent yfir síðustu 12 mánuði. Mynd: Shutterstock

Verðbólga síðustu 12 mánaða mælist nú 3,8 prósent, sem er lækkun frá síðasta mánuði. Verðbólga án húsnæðis yfir 12 mánaða tímabil mælist nú 2,5 prósent. Hefur verðbólgustig því lækkað stöðugt frá því í júlí á síðasta ári. 

Það er Hagstofa Íslands sem mælir verðbólgu en mælingin er gerð með því að fylgjast með þróun verðs á vörum- og þjónustu, sem síðan eru vigtaðar með tilliti til neyslu almennings. Í marsmánuði sýndi þessi mæling að verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 0,7 prósent á milli febrúar og mars, og reiknuð húsaleiga um 0,5 prósent. 

Þrátt fyrir þessar hækkanir er heildarhækkun þessara liða yfir 12 mánuði áðurnefnd 3,8 prósent. 

Stærstu áhrifaþættir í verðbólgumælingum Hagstofunnar eru húsnæði, ferðir og flutningar, og matur og drykkjarvörur. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár