Lokið hefur verið við að fella um 1.600 tré í Öskjuhlíð til að opna megi eina af flugbrautum Reykjavíkurflugvallar að nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg, sem felldi trén að kröfu ISAVIA, eftir að Samgöngustofa fyrirskipaði að einni af flugbrautum vallarins yrði lokað.
Ástæðan sem gefin var fyrir lokuninni var hæð trjáa í aðflugslínu að brautinni sem snýr til austurs og vesturs. Vinna við trjáfellingar hefur staðið síðan 11. febrúar og lauk fyrsta áfanganum 24. febrúar. Þá höfðu tré Það var þó ekki fyrr en 27. febrúar sem brautin var opnuð fyrir sjúkraflugi.
Búast má við því að brautin opni fyrir alla aðra flugumferð en sjúkraflug á næstunni, nú þegar öll tré sem ástæða þótti til að fella hafa verið fjarlægð.
Enn eru þó frekari framkvæmdir á döfinni í Öskjuhlíð en fjarlægja þarf boli og greinar úr skóginum í Öskjuhlíð. …
Athugasemdir