Þið sjáið þá hlaupa um ganga bráðamóttökunnar í bláum vinnufatnaði. Sérhæfðir starfsmenn á bráðamóttökunni fá sjaldan tækifæri til að setjast niður á vaktinni. „Við vinnum eftir talstöð og talstöðin er í gangi alla vaktina og þá áttu eftir að fylla á allt og færa sjúklingunum hitt og þetta, köllin eru endalaus. Vaktin líður á þremur mínútum yfirleitt, það er það góða við þetta,“ segir Eyvindur Ágúst Runólfsson, sérhæfður aðstoðarmaður og nemi í hjúkrunarfræði á bráðamóttökunni.
„Ég fékk þetta starf og gjörsamlega kolféll fyrir því. Ég sá að ég væri bara á rangri hillu í lífinu“
Eyvindur var í krefjandi námi og starfi en skipti algjörlega um kúrs þegar hann kynntist bráðamóttökunni. „Ég er með bachelor-gráðu í lögfræði og vann hjá sýslumanninum í mörg ár, en hætti þar til að skrifa meistararitgerð og vantaði einhverjar tekjur á meðan. Ég sótti um á hinum ýmsu stöðum og meðal annars hérna. Áður hafði …
Athugasemdir