Þetta er Laddi
Leikmynd: Eva Signý Berger Búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir Lýsing: Pálmi Jónsson Hljóð: Jón Örn Eiríksson Myndbandagerð: Elmar Þórarinsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Danshöfundur: Lee Proud Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson Hljómsveit: Jón Ólafsson, Ólafur Hólm, Stefán Már Magnússon og Friðrik Sturluson
„Einn tveir
Einn tveir þrír
Klappa saman höndum!“
Fyrir átta árum hitti Ólafur Egill Ólafsson á skothelda leikhúsformúlu: Leiksýning sem fjallar um þjóðþekkta manneskju þar sem lífshlaup þeirra er rifjað upp með aðstoð vel þekktra laga. Fyrst kom Elly og síðan Níu líf með Bubba Morthens, en samanlagt voru þessar sýningar sýndar yfir fimm hundruð sinnum í Borgarleikhúsinu. Nú er komið að Ladda og allt bendir til þess að Þetta er Laddi, leiksýning um hinar mörgu persónur Þórhalls Sigurðssonar og hann sjálfan, muni líka slá í gegn.
Fyrsta lagið í sýningunni, Súperman, setur stuðið í gang og skellir áhorfendum beint inn í sjónvarpssal hjá Hemma Gunn þar sem Vala Kristín Eiríksdóttir, sem einnig skrifar handritið með Ólafi Agli, er í hlutverki þáttarstjórnandans og spyr Ladda spjörunum úr, með misgóðum árangri eins og rætt verður síðar. Með aðstoð sköpunarverka Ladda og tónlistarstjórn Jóns Ólafssonar þeysast þau af stað í allsherjar …
Athugasemdir (1)