Ég hef þurft að ganga i gegnum morðhótanir, heimsoknir heim til min og lögreglan náði loksins öllum hótunum á búkmyndavel, í hljóð og mynd. Ég hef verið elt inn í verslandir af þessu fólki [...],“ segir 37 ára gömul kona, Íris Helga Jónatansdóttir, sem hefur verið kærð af þremur mönnum að minnsta kosti fyrir umsáturseinelti. Heimildin hafði samband við Írisi Helgu sem segist sjálf hafa verið ofsótt og að það séu samantekin ráð að taka hana niður.
Heimildin hefur rætt við níu þolendur sem segjast hafa orðið fyrir barðinu á henni. Þrír menn hafa verið ofsóttir af offorsi með fölskum reikningum á samfélagsmiðlum, en allir eiga það sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti átt í ástarsamböndum við Írisi Helgu. Þá hafa einnig vinir þeirra og vandamenn dregist inn í ofsóknirnar, þar á meðal þjóðþekktur einstaklingur, sem tengist einum manninum lauslega. Samtals eru þetta því níu einstaklingar sem Heimildin ræddi við …
Athugasemdir (2)