Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Sökuð um að hrella minnst níu einstaklinga: „Hann er minn !“

Níu ein­stak­ling­ar telja sig hafa orð­ið fyr­ir barð­inu á sama elti­hrell­in­um, 37 ára gam­alli konu sem er bú­sett í Reykja­nes­bæ.

Sökuð um að hrella minnst níu einstaklinga: „Hann er minn !“
Íris Helga Jónatansdóttir hefur verið kærð fyrir umsáturseinelti. Þá hefur hún mætt til skýrslutöku hjá lögreglu þar sem hún hefur þurft að láta af hendi raftæki í sinni eigu.

Ég hef þurft að ganga i gegnum morðhótanir, heimsoknir heim til min og lögreglan náði loksins öllum hótunum á búkmyndavel, í hljóð og mynd. Ég hef verið elt inn í verslandir af þessu fólki [...],“ segir 37 ára gömul kona, Íris Helga Jónatansdóttir, sem hefur verið kærð af þremur mönnum að minnsta kosti fyrir umsáturseinelti. Heimildin hafði samband við Írisi Helgu sem segist sjálf hafa verið ofsótt og að það séu samantekin ráð að taka hana niður.

Heimildin hefur rætt við níu þolendur sem segjast hafa orðið fyrir barðinu á henni. Þrír menn hafa verið ofsóttir af offorsi með fölskum reikningum á samfélagsmiðlum, en allir eiga það sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti átt í ástarsamböndum við Írisi Helgu. Þá hafa einnig vinir þeirra og vandamenn dregist inn í ofsóknirnar, þar á meðal þjóðþekktur einstaklingur, sem tengist einum manninum lauslega. Samtals eru þetta því níu einstaklingar sem Heimildin ræddi við …

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bergljót Davíðsdóttir skrifaði
    Þessi kona er augljóslega. Veik og það ætti að hjálpa henni og taka mið af því að þráhyggja er al varlegar sjúkdómur sem, sem ágerist og verður lífshættulegur ef ekkert að gert. Það er hægt vinna með þennan sjúkdóm eða röskun og það ættu þeir sem standa henni næst að átta sig á og hjálpa henni, en ekki refsa henni. Það gerir illt verra.
    0
  • Ég veit að Garpur er góður og gegn drengur og á alls ekki skilið svona framkomu frá nokkuŕi manneskju ekki einu sinni frá svona veikum einstaklingi því þetta er s
    júk kona
    1
    • Bergljót Davíðsdóttir skrifaði
      Ég er ekki sammála þér - þetta er frétt um alvarlega veika konu sem getur haft skelfilegar afleiðingar. Það vantar hins vegar þá hlið, hvaða úrræði eru fyrir veikt fólk sem ekki ber með sér veikindin sem ekki sjást og blæðir hvergi úr?
      0
  • HKG
    Hans Kristján Guðmundsson skrifaði
    Þetta er vond blaðamennska. Svona umfjöllun sæmir ekki Heimildinni. Látið dv eftir að velta sér uppúr einkamálum
    -14
    • AS
      Auður Sigurðardóttir skrifaði
      Það eru svo margir sem hún hefur hrellt og er þessi umfjöllun bara brotabrot af öllu því hræðilega sem hún hefur gert. Í áraraðir hefur alltof margt fólk og þar með talið börn liðið vítiskvalir vegna hennar og hefur bara þurft að láta það yfir sig ganga, því úrræðin virðast ekki til staðar þegar svona atburðir gerast. Stúlkan virðist vera mjög veik og vissulega finn ég til með henni, en ef það að opna þessa umræðu með þessari blaðagrein verður til þess að hún fær þá hjálp sem hún þarf og að fólk sem hefur lent í henni fái þann frið sem það þráir. Þá er þetta ekki vond blaðamennska.
      14
    • Flosi Guðmundsson skrifaði
      Já en nú er það einmitt DV sem hefur séð ásæðu til að tala við konuna og hún hefur aðra sögu að segja.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár