Endurreisn eitraðrar karlmennsku

„Mann­hvel­ið“ og upp­gang­ur hægri öfga­stefnu ganga hönd í hönd og breyta heim­in­um í gegn­um einn dreng í einu.

Endurreisn eitraðrar karlmennsku
Úr Adolescence á Netflix Þrettán ára piltur er handtekinn fyrir morð á skólasystur sinni. Mynd: Netflix

Sérfræðingar segja að eitruð karlmennska sem áhrifavaldar selja verði sífellt meira áberandi, studd af endurkomu hægri öfgastefnu og heiftarlegri andstöðu gegn femínisma.

Í mars var 26 ára gamall maður dæmdur í fangelsi í Bretlandi fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína, systur hennar og móður með lásboga og hníf árið 2024.

Í réttarhöldunum yfir Kyle Clifford kom fram að hann hefði horft á myndbönd eftir sjálfskipaðan kvenhatara og áhrifavald, Andrew Tate, aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann framdi þessi hræðilegu morð.

Tate hefur yfir 10 milljónir fylgjenda á X og er vinsæll meðal ungra karlmanna á þeim vettvangi, þar sem hann deilir ofbeldisfullri sýn sinni á karlmennsku.

Þó að Tate hafi verið bannaður á Instagram og TikTok vegna kvenhaturs, var reikningur hans á samfélagsmiðlinum Twitter, síðar X, endurvakinn af Elon Musk þegar milljarðamæringurinn keypti miðilinn árið 2022.

Nú hefur þessi breski-bandaríski leiðtogi karlahreyfingar á netinu yfirgefið Rúmeníu og farið til Bandaríkjanna ásamt bróður sínum Tristan, þrátt fyrir að þeir standi frammi fyrir ákærum um nauðgun og mansal í Búkarest.

Bræðurnir tveir, sem eru opinskáir stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, eru nú í Flórída, þar sem sakamálarannsókn hefur verið hafin gegn þeim.

Að sögn Jacobs Johanssen, dósents í samskiptafræðum við St Mary's háskólann í London, hefur „kvenhatur, nauðgunarmenning og ofbeldi gegn konum og stúlkum verið normalíserað“.

Uppgangur svonefnds „mannhvels“ eða „manosphere“ - sem samanstendur af spjallsvæðum og samfélögum sem stuðla að karllægni og kvenhatri - er „með órofa tengsl við vöxt hægri-popúlisma í mörgum hlutum heimsins“, sagði Johanssen við AFP.

Kjósa
68
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • IS
    Ingimundur Stefánsson skrifaði
    "Úttekt" ritstjórnar Heimildar er bara útdráttur, samantekt og þýðing úr erlendum miðlum. Engin úttekt per se. Heimildin þarf að gera amk álíka, en helst betri úttekt á endurreisn eitraðrar kvenmennsku sem gætt hefur síðasta rúma áratuginn eða svo, sbr. t.d. Feministaskjölin.

    Ennfremur þarf Heimildin að fjalla um hvernig borgarstjóri Heiða Björg og "samstarfshópurinn" í borgarstjórn ganga gegn anda mannréttindastefnu Reykjavikurborgar sem segir í grein
    "2.1 Reykjavíkurborg sem stjórnvald
    Við skipan í nefndir, stjórnir og ráð skal hafa að markmiði að hlutföll kynjanna séu sem
    jöfnust og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða, samanber 15.
    grein jafnréttislaga. Jafnræði kvenna og karla skal einnig haft að leiðarljósi þegar valdir
    eru fulltrúar í vinnuhópa til að undirbúa stefnumótun og meiriháttar ákvarðanir."
    1 karlmaður stýrir 1 nefnd af 10, alls 1 pólitísku embætti af 13.

    Heiða svaraði gagnrýni á þetta þannig að "íbúar kjósa kjörna fulltrúa og í fyrsta sinn eru konur í meirihluta."
    Er þetta það sem kallast jafnrétti kvenna?
    -10
    • KEP
      Kolbrún Erna Pétursdóttir skrifaði
      Þú hefur ekkert kvartað eða séð eitthvað athugarvert við undanfarin c.a 200 ár þar sem meirihluti stjórnmálamanna og stjórnenda hafa verið karlmenn?
      9
    • IS
      Ingimundur Stefánsson skrifaði
      Ef það skiptir máli að öll kyn komi að stjórn lands og borgar þá er óásættanleg núverandi staða. Við lifum í núinu, ekki fortíðinni, látum samfélagið ekki gjalda fortíðarinnar, rukkum ekki fyrir hönd formæðra meinta skuld forðfeðra með því að hegna fólki í nútímanum, körlum, drengjum.
      Heiða og samstarfshópurinn getur auðveldlega bætt stöðuna, gert t.d. Hjálmar og Magnús Norðdahl formenn nefnda, ráðið karlkyns borgarstjóra faglegann og Heiða taki embætti forseta borgarstjórnar.
      1
    • Ásta Jensen skrifaði
      92 dag sem konur hafa verið í meirihluta og þú ert strax farin að kvarta. Ef kvenmenn stuða þig svona lestu þá fréttir um Afganistan og álíka lönd
      4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
3
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár