Fæðingartíðni á Íslandi fellur úr 1,59 börnum á hverja konu niður í 1,56 á milli áranna 2023 og 2024. Hún hefur ekki mælst lægri frá upphafi mælinga árið 1853.
Þetta sýna nýjar tölur Hagstofunnar. Tölurnar sýna að fæðingartíðni hefur verið ósjálfbær allt frá eftirhrunsárunum, þegar hún reis í 2,2. Stutt ris varð einnig í Covid-faraldrinum, árið 2021, þegar tíðnin fór í 1,9 börn á hverja konu.
„Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldur farið hækkandi og var 29,1 ár í fyrra,“ segir í umfjöllun Hagstofunnar.
Athugasemdir