Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Íslendingar ná ekki að viðhalda sér

Nýj­ar töl­ur sýna að fæð­ing­ar­tíðni er fall­in nið­ur í 1,56 en 2,1 þarf til að við­halda fólks­fjöld­an­um.

Íslendingar ná ekki að viðhalda sér
Börn í bænum Myndin er tekin á Ingólfstorgi. Mynd: Golli

Fæðingartíðni á Íslandi fellur úr 1,59 börnum á hverja konu niður í 1,56 á milli áranna 2023 og 2024. Hún hefur ekki mælst lægri frá upphafi mælinga árið 1853.

Þetta sýna nýjar tölur Hagstofunnar. Tölurnar sýna að fæðingartíðni hefur verið ósjálfbær allt frá eftirhrunsárunum, þegar hún reis í 2,2. Stutt ris varð einnig í Covid-faraldrinum, árið 2021, þegar tíðnin fór í 1,9 börn á hverja konu.

„Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldur farið hækkandi og var 29,1 ár í fyrra,“ segir í umfjöllun Hagstofunnar.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Loksins jákvæð frétt. Þetta ætti að slá aðeins á offjölgun mannkynsin. Verst að þróunin er ekki svona í öllum löndum heimsins. Þá væri nú heldur betur bjartara framundan fyrir plánetuna Jörð.
    Það er talið að jörðin þoli í raunini ekki fleiri en 3 miljarða manneskja og jafnvel færri ef allir myndu lifa eins og vestrænar eyðsluklær. Við eru orðin fleiri en 8 miljarðar!!!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár