Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun lækkun vaxta bankans um 0,25 prósentur. Stýrivextir eru því 7,75 prósent eftir lækkunina. Fram kemur í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar að allir nefndarmenn hafi stutt vaxtalækkunina.
„Verðbólga var 4,2% í febrúar og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur því einnig minnkað. Útlit er fyrir að áfram dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningu peningastefnunefndarinnar.
„Við bætist mikil óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum“
Nefndin segir að þrátt fyrir batnandi stöðu sé verðbólguþrýstingur enn til staðar. Það kalli á áframhaldandi þétt taumhald peningastefnunnar og varkárni við ákvarðanir um næstu skref. „Við bætist mikil óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum.“
Verðbólguþrýstingur eru þeir þættir sem geta valdið áframhaldandi hækkun verðlags. Það eru til dæmis launahækkanir, aukin eftirspurn eftir vörum og þjónustu eða utanaðkomandi þættir eins og hækkandi olíuverð.
Yfirlýsing peningastefnunefndarinnar um áframhaldandi þétt taumhald, gefur til kynna að nefndin …
Athugasemdir