Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Vilja endurvekja systkinaforgang á leikskóla

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þar á með­al fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, vilja end­ur­vekja systkina­for­gang í leik­skól­um. Slík­ur for­gang­ur er til stað­ar í nokkr­um sveit­ar­fé­lög­um en var af­num­inn í Reykja­vík fyr­ir 17 ár­um eft­ir álit borg­ar­lög­manns.

Vilja endurvekja systkinaforgang á leikskóla
Leikskólamál Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarps þess efnis að endurvekja systkinaforgang á leikskólum. Þetta er í fjórða sinn sem hún mælir fyrir frumvarpinu. Mynd: Golli

Átta þingmenn Samfylkingarinnar, þar á meðal Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri, hafa lagt fram frumvarp þess efnis að endurvekja systkinaforgang á leikskólum. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um leikskóla þar sem sveitarstjórnum „er heimilt að haga innritun með tilliti til þess að systkini eða börn sem hafa sama lögheimili geti sótt sama leikskóla, sem og með hliðsjón af nálægð leikskóla við lögheimili barna“. Frumvarpinu hefur verið útbýtt og er á dagskrá þingfundar í dag. 

„Þetta er löngu tímabært og búið að kalla eftir þessu í mörg ár,“ segir Dagbjört Hákonardóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem er að leggja frumvarpið fram í fjórða sinn. Dagbjört starfaði sem lögmaður hjá Reykjavíkurborg áður en hún tók sæti á Alþingi þar síðasta haust og þekkir vel til leikskólamála, sér í lagi álits borgarlögmanns frá 2008 sem varð til þess að systkinaforgangur á leikskóla borgarinnar var afnuminn. Í álitinu kom fram að reglan gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins. Helstu rök snúa að því að með systkinaforgangi gengju yngri börn framar eldri börnum eða börnum í sama árgangi sem ekki ættu eldri systkini í viðkomandi leikskóla. Dagbjört segir að með frumvarpinu sé verið að gera lagaheimildina ótvíræða. „Það er ótvíræður hagur allra sem í þessari borg búa, og þó víðar væri leitað, að fjölskyldur þurfi ekki að fara borgarenda á milli með sitthvort barnið sitt, bara svo það fái leikskólavist.“ 

Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að systkinaforgangur muni nýtast barnafjölskyldum og muni ekki koma niður á börnum sem ekki eiga eldra systkini. „Samvera systkina á sama leikskóla felur í sér dýrmæta og mikilvæga upplifun barna á fyrsta skólastiginu þegar hún er möguleg, og sveitarfélögum á að vera gert kleift að gera ráðstafanir til að koma af fremsta megni í veg fyrir að fjölskyldur þurfi að fara hverfa á milli til að sækja leikskóla með tilheyrandi álagi á umferð,“ segir í greinargerðinni. 

Í því skyni að tryggja börnum, sem ekki eiga eldra systkini á leikskóla, aðgengi að leikskóla innan eigin hverfis er einnig lagt til í frumvarpinu að heimila sveitarfélögum að móta reglur sem tryggi börnum forgang inn á leikskóla með hliðsjón af nálægð heimilis við leikskóla með svipuðum hætti og gildir um innritun í grunnskóla. 

Sveitarfélögin ráði ennþá ferðinni

Systkinaforgangur hefur verið sveigjanlegri í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík en Dagbjört segir meiningu frumvarpsins ekki vera að skylda sveitarfélög til að innleiða systkinaforgang. „Borginni verður eftir sem áður alveg frjálst að hafa þetta óbreytt, kjósi kjörnir fulltrúar að gera það svo. Hér er einfaldlega um að ræða heimild til þess að taka tillit til fleiri þátta en bara kennitölu og aldur barns.“ 

Með breytingunni telja flutningsmenn að tryggja megi að sem flest börn geti hafið leikskólagöngu í námunda við heimili sitt á tilskildum aldri. Dagbjört segist þó gera sér grein fyrir að frumvarpið leysi ekki vandann í leikskólamálum í heild sinni, sem snýr að biðlistum og mönnun. „Þetta mál leysir ekki allt, en þetta er skref í rétta átt. En þetta er samfélagslegt vandamál sem við verðum að leysa.“ 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sendu skip til Grænlands
1
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Lagði ekki upp með ótímabundið hvalveiðileyfi eins og varð raunin
4
Fréttir

Lagði ekki upp með ótíma­bund­ið hval­veiði­leyfi eins og varð raun­in

Bjarni Bene­dikts­son not­aði sína síð­ustu daga í embætti til að veita Hval hf. ein­stakt leyfi til veiða á lang­reyð­um. Leyf­ið renn­ur aldrei út. Í fyrstu taldi hann sig van­hæf­an til að taka ákvörð­un en skipti svo um skoð­un hálf­um mán­uði síð­ar. At­burða­rás­in kem­ur heim og sam­an við lýs­ing­ar á leyniupp­töku af syni og við­skipta­fé­laga Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns á hvað stæði til gera.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár