Vilja endurvekja systkinaforgang á leikskóla

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þar á með­al fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, vilja end­ur­vekja systkina­for­gang í leik­skól­um. Slík­ur for­gang­ur er til stað­ar í nokkr­um sveit­ar­fé­lög­um en var af­num­inn í Reykja­vík fyr­ir 17 ár­um eft­ir álit borg­ar­lög­manns.

Vilja endurvekja systkinaforgang á leikskóla
Leikskólamál Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarps þess efnis að endurvekja systkinaforgang á leikskólum. Þetta er í fjórða sinn sem hún mælir fyrir frumvarpinu. Mynd: Golli

Átta þingmenn Samfylkingarinnar, þar á meðal Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri, hafa lagt fram frumvarp þess efnis að endurvekja systkinaforgang á leikskólum. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um leikskóla þar sem sveitarstjórnum „er heimilt að haga innritun með tilliti til þess að systkini eða börn sem hafa sama lögheimili geti sótt sama leikskóla, sem og með hliðsjón af nálægð leikskóla við lögheimili barna“. Frumvarpinu hefur verið útbýtt og er á dagskrá þingfundar í dag. 

„Þetta er löngu tímabært og búið að kalla eftir þessu í mörg ár,“ segir Dagbjört Hákonardóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem er að leggja frumvarpið fram í fjórða sinn. Dagbjört starfaði sem lögmaður hjá Reykjavíkurborg áður en hún tók sæti á Alþingi þar síðasta haust og þekkir vel til leikskólamála, sér í lagi álits borgarlögmanns frá 2008 sem varð til þess að systkinaforgangur á leikskóla borgarinnar var afnuminn. Í álitinu kom fram að reglan gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins. Helstu rök snúa að því að með systkinaforgangi gengju yngri börn framar eldri börnum eða börnum í sama árgangi sem ekki ættu eldri systkini í viðkomandi leikskóla. Dagbjört segir að með frumvarpinu sé verið að gera lagaheimildina ótvíræða. „Það er ótvíræður hagur allra sem í þessari borg búa, og þó víðar væri leitað, að fjölskyldur þurfi ekki að fara borgarenda á milli með sitthvort barnið sitt, bara svo það fái leikskólavist.“ 

Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að systkinaforgangur muni nýtast barnafjölskyldum og muni ekki koma niður á börnum sem ekki eiga eldra systkini. „Samvera systkina á sama leikskóla felur í sér dýrmæta og mikilvæga upplifun barna á fyrsta skólastiginu þegar hún er möguleg, og sveitarfélögum á að vera gert kleift að gera ráðstafanir til að koma af fremsta megni í veg fyrir að fjölskyldur þurfi að fara hverfa á milli til að sækja leikskóla með tilheyrandi álagi á umferð,“ segir í greinargerðinni. 

Í því skyni að tryggja börnum, sem ekki eiga eldra systkini á leikskóla, aðgengi að leikskóla innan eigin hverfis er einnig lagt til í frumvarpinu að heimila sveitarfélögum að móta reglur sem tryggi börnum forgang inn á leikskóla með hliðsjón af nálægð heimilis við leikskóla með svipuðum hætti og gildir um innritun í grunnskóla. 

Sveitarfélögin ráði ennþá ferðinni

Systkinaforgangur hefur verið sveigjanlegri í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík en Dagbjört segir meiningu frumvarpsins ekki vera að skylda sveitarfélög til að innleiða systkinaforgang. „Borginni verður eftir sem áður alveg frjálst að hafa þetta óbreytt, kjósi kjörnir fulltrúar að gera það svo. Hér er einfaldlega um að ræða heimild til þess að taka tillit til fleiri þátta en bara kennitölu og aldur barns.“ 

Með breytingunni telja flutningsmenn að tryggja megi að sem flest börn geti hafið leikskólagöngu í námunda við heimili sitt á tilskildum aldri. Dagbjört segist þó gera sér grein fyrir að frumvarpið leysi ekki vandann í leikskólamálum í heild sinni, sem snýr að biðlistum og mönnun. „Þetta mál leysir ekki allt, en þetta er skref í rétta átt. En þetta er samfélagslegt vandamál sem við verðum að leysa.“ 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu