Bandaríkjaforseti heldur áfram að þrýsta á að Grænland verði innlimað í Bandaríkin. Í dag gekk hann lengra en áður og virtist biðja framkvæmdastjóra Nató, Mark Rutte, um aðstoð við yfirtökuna.
Trump sagði niðurstöður grænlensku þingkosninganna í vikunni „mjög góðar“ fyrir Bandaríkin og að „manneskjan sem stóð sig best er mjög góð manneskja, hvað okkur varðar“.
Formaður flokksins sem fékk flest atkvæði í kosningunum, miðhægri flokksins Demokraatit, hafnaði umleitunum Trumps í dag. „Við viljum ekki verða Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni. Og við viljum byggja upp okkar land sjálf,“ sagði formaðurinn, Jens-Frederik Nielsen, í dag.
„Veistu, Mark, við þurfum það fyrir alþjóðaöryggi, ekki bara öryggi,“ sagði Trump um yfirtökuna á Grænlandi við Rutte. Áður hafði hann nefnt að Kanada þyrfti að verða eitt af ríkjum Bandaríkjanna.
Þegar Trump var spurður beint út í hvort hann teldi að innlimun …
Athugasemdir (1)