Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Trump biður um aðstoð Nató við innlimun Grænlands

„Við mun­um tala við ykk­ur,“ sagði Banda­ríkja­for­seti við fram­kvæmda­stjóra Nató í Hvíta hús­inu í dag, eft­ir að hann sagð­ist telja inn­limun Græn­lands í Banda­rík­in myndu verða að veru­leika.

Trump biður um aðstoð Nató við innlimun Grænlands
Trump og Rutte funda Donald Trump og Mark Rutte ræddu málefni Nató þegar Trump tók upp umræðu um innlimun Grænlands. Mynd: AFP

Bandaríkjaforseti heldur áfram að þrýsta á að Grænland verði innlimað í Bandaríkin. Í dag gekk hann lengra en áður og virtist biðja framkvæmdastjóra Nató, Mark Rutte, um aðstoð við yfirtökuna.

Trump sagði niðurstöður grænlensku þingkosninganna í vikunni „mjög góðar“ fyrir Bandaríkin og að „manneskjan sem stóð sig best er mjög góð manneskja, hvað okkur varðar“.

Formaður flokksins sem fékk flest atkvæði í kosningunum, miðhægri flokksins Demokraatit, hafnaði umleitunum Trumps í dag. „Við viljum ekki verða Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni. Og við viljum byggja upp okkar land sjálf,“ sagði formaðurinn, Jens-Frederik Nielsen, í dag. 

„Veistu, Mark, við þurfum það fyrir alþjóðaöryggi, ekki bara öryggi,“ sagði Trump um yfirtökuna á Grænlandi við Rutte. Áður hafði hann nefnt að Kanada þyrfti að verða eitt af ríkjum Bandaríkjanna.

Þegar Trump var spurður beint út í hvort hann teldi að innlimun …

Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásta Jensen skrifaði
    Er hann núna farin að biðja um hlutina í staðin fyrir að krefjast og hóta?
    2
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    MAGA er keyrð áfram á tilfinningum einum svo að það er ekki von á neinu vitrænu samtali við núverandi ráðamenn né raunverulegum hagsbótum fyrir neinn þann sem eftirlætur USA þess eftir sem þeir frekjulega heimta af þeim. Úkraína mun falla beint í ruslið ef hún gefur þessum kúk Prump aðganginn að einu auðlindinni sinni. Hugrekkinu.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár