Það var þungur skellur fyrir Grænlendinga þegar Trump sagðist í sjálfri stefnuræðu sinni ætla með einum eða öðrum hætti að ná yfirráðum á Grænlandi,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir.
Hún segir að sér hafi þá orðið ljóst að Trump væri alvara. „Íbúar Grænlands munu aldrei samþykkja að verða hluti af Bandaríkjunum,“ segir Inga Dóra.
Hún er fædd á Íslandi, sleit barnsskónum í Breiðholti, „en varði sumrum hjá ömmu og afa í sveitinni í Grænlandi“. Hún flutti með fjölskyldu sinni til Grænlands árið 1984 en þá var hún 13 ára og hefur búið þar að mestu síðan. Inga Dóra hefur meðal annars starfað við fjölmiðla og í pólitík á Grænlandi, var til dæmis varabæjarstjóri í Nuuk á tímabili. Hún hætti beinni þátttöku í stjórnmálum fyrir um tveimur árum en segist fylgjast vel með stjórnmálum bæði innanlands sem utan.
Upplifir mikla streitu
Hún segir að allt frá því …
Athugasemdir (1)