Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Seldu upprunaábyrgðir fyrir milljarða í fyrra

Tekj­ur Lands­virkj­un­ar af sölu upp­runa­ábyrgða hafa marg­fald­ast á fjór­um ár­um. Lengi voru ábyrgð­irn­ar af­hent­ar við­skipta­vin­um án sér­staks gjalds en nú skila þær millj­örð­um í nýj­ar tekj­ur.

Seldu upprunaábyrgðir fyrir milljarða í fyrra
Milljarða tekjur Tekjur af sölu upprunaábyrgða nema milljörðum króna á hverju ári. Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Mynd: Bára Huld Beck

Landsvirkjun hefur á fjögurra ára tímabili selt upprunaábyrgðir vegna raforku fyrir 13 milljarða króna. Langmest fékkst fyrir ábyrgðirnar á síðasta ári, eða 5,7 milljarðar. Tekjurnar hafa margfaldast á þessu tímabili en stefnubreyting varð árið 2023 sem hefur fært fyrirtækinu auknar tekjur af ábyrgðunum.

Árið 2021 námu tekjur fyrirtækisins af sölu ábyrgða sem þessara einum milljarði og 1,7 milljörðum ári síðar. Sú ákvörðun var hins vegar tekin síðla árs 2022 að árið 2023 yrðu sölufyrirtækjum á heildsölumarkaði raforku ekki lengur afhentar upprunaábyrgðir án greiðslu. Afsláttur var veittur fyrst um sinn vegna kaupanna, en tekjur fyrirtækisins af sölu þessara ábyrgða hefur aukist mjög. 

Horft fram hjá ábyrgðarkerfinu

Ábyrgðirnar byggja á evrópsku kerfi sem er ætlað að skapa fjárhagslega hvata til að vinna endurnýjanlega orku. Með útgáfu ábyrgðanna verða í raun til tvær vörur þegar rafmagn er unnið úr endurnýjanlegum orkugjöfum; rafmagnið sjálft og svo ábyrgðarskírteinið vegna framleiðslunnar. Það þýðir hins vegar líka að þessar tvær ólíku vörur eru ekki endilega seldar sama aðila. 

NúllÍ ársskýrslu Rio Tinto, móðurfélags ÍSAL í Straumsvík, er starfsemin kolefnishlutlaus. Það er meðal annars vegna kaupa á upprunaábyrgða fyrir raforkunotkun álversins.

Þannig getur kaupandi að íslensku rafmagni, sem sannarlega er framleitt úr endurnýjanlegum orkugjöfum, ekki talið slíkt fram í grænu bókhaldi, sem dæmi, nema að með fylgi vottun. Íslenskir stórnotendur, sem fyrst og fremst eru álverin þrjú, hafa ekki viljað kaupa þessar ábyrgðir en hafa engu að síður auglýst sig sem notendur grænnar orku. 

Í janúar á síðasta ári kom fram í svari þáverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að enginn álframleiðandi á Íslandi kaupi upprunaábyrgðir fyrir þá orku sem þeir nota. Það hefur þó breyst. Í nýlega birtri ársskýrslu Rio Tinto, móðurfélags ÍSAL í Straumsvík, segir að félagið hafi á liðnu ári keypt upprunaábyrgðir rafmagns og telur nú starfsemi ÍSAL upp á lista yfir kolefnishlutlausar rekstrareiningar.

Rio kaupir ábyrgðir

Í skriflegu svari Rio Tinto, móðurfélags ÍSAL, við fyrirspurn Heimildarinnar til ÍSAL, segir að vottun grænnar orku í vinnslu fyrirtækisins, hvort sem er með orkuskírteinum (REC) eða upprunaábyrgðum sé stjórnað af móðurfélaginu.

„Fyrirtækið hefur nýverið ákveðið að færa sig yfir í markaðsmiðaða aðferð við skýrslugerð um losun í umfangi 2 sem aðalviðmið og markmið og mun framvegis nota þessa nýju aðferð, þar á meðal fyrir ÍSAL. Öll evrópsk upprunavottorð (GO) sem Rio Tinto kaupir eru fengin frá hágæða endurnýjanlegum orkustöðvum í meginlandi Evrópu í gegnum AIB,“ segir í svarinu. 

Þegar Rio Tinto talar um umfang 2, er verið að vísa til skráningar í loftslagsbókhaldi á óbeinni losun gróðurhúsalofttegunda sem stafar af kaupum á rafmagni, gufu, hita eða kælingu sem fyrirtæki notar í starfsemi sinni. 

Aukið verðmæti í ábyrgðum

Samkvæmt upplýsingum á vef Landsvirkjunar eru kaupendur upprunaábyrgða úr framleiðslu fyrirtækisins að mestu almennir notendur í Evrópu. Landsvirkjun seldi fyrstu ábyrgðirnar árið 2011 en þá var viðskiptakerfið orðið þriggja ára gamalt. Ekki er sérstaklega gerð grein fyrir tekjunum í ársreikningi fyrirtækisins, en í svari við fyrirspurn Heimildarinnar komu áðurnefndar tölur um tekjur fram. 

Breytingin sem varð árið 2023 fólst í því að raforkusalar sem selja til venjulegra neytenda, það er ekki stórnotenda sem kaupa sína orku milliliðalaust af Landsvirkjun, fengu ekki sínar ábyrgðir endurgjaldslaust. Við það fjölgaði þeim ábyrgðum sem fyrirtækið hafði til sölu. Auknar tekjur endurspegla samt ekki síður aukið verðmæti á markaði með upprunaábyrgðir. 

Allur gangur er á því hvort rafmagn til íslenskra heimila er upprunavottað eða ekki. Þannig rukkar Orka náttúrunnar, sem er sölufyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, hálfa krónu á hverja kílóvattsstund fyrir upprunaábyrgð á rafmagni til heimila. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Bíddu við ?? Enn eitt álagið a venjulega notendur? Af hverju kemur það ekki a óvart.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu