Landsvirkjun hefur á fjögurra ára tímabili selt upprunaábyrgðir vegna raforku fyrir 13 milljarða króna. Langmest fékkst fyrir ábyrgðirnar á síðasta ári, eða 5,7 milljarðar. Tekjurnar hafa margfaldast á þessu tímabili en stefnubreyting varð árið 2023 sem hefur fært fyrirtækinu auknar tekjur af ábyrgðunum.
Árið 2021 námu tekjur fyrirtækisins af sölu ábyrgða sem þessara einum milljarði og 1,7 milljörðum ári síðar. Sú ákvörðun var hins vegar tekin síðla árs 2022 að árið 2023 yrðu sölufyrirtækjum á heildsölumarkaði raforku ekki lengur afhentar upprunaábyrgðir án greiðslu. Afsláttur var veittur fyrst um sinn vegna kaupanna, en tekjur fyrirtækisins af sölu þessara ábyrgða hefur aukist mjög.
Horft fram hjá ábyrgðarkerfinu
Ábyrgðirnar byggja á evrópsku kerfi sem er ætlað að skapa fjárhagslega hvata til að vinna endurnýjanlega orku. Með útgáfu ábyrgðanna verða í raun til tvær vörur þegar rafmagn er unnið úr endurnýjanlegum orkugjöfum; rafmagnið sjálft og svo ábyrgðarskírteinið vegna framleiðslunnar. Það þýðir hins vegar líka …
Athugasemdir