Seldu upprunaábyrgðir fyrir milljarða í fyrra

Tekj­ur Lands­virkj­un­ar af sölu upp­runa­ábyrgða hafa marg­fald­ast á fjór­um ár­um. Lengi voru ábyrgð­irn­ar af­hent­ar við­skipta­vin­um án sér­staks gjalds en nú skila þær millj­örð­um í nýj­ar tekj­ur.

Seldu upprunaábyrgðir fyrir milljarða í fyrra
Milljarða tekjur Tekjur af sölu upprunaábyrgða nema milljörðum króna á hverju ári. Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Mynd: Bára Huld Beck

Landsvirkjun hefur á fjögurra ára tímabili selt upprunaábyrgðir vegna raforku fyrir 13 milljarða króna. Langmest fékkst fyrir ábyrgðirnar á síðasta ári, eða 5,7 milljarðar. Tekjurnar hafa margfaldast á þessu tímabili en stefnubreyting varð árið 2023 sem hefur fært fyrirtækinu auknar tekjur af ábyrgðunum.

Árið 2021 námu tekjur fyrirtækisins af sölu ábyrgða sem þessara einum milljarði og 1,7 milljörðum ári síðar. Sú ákvörðun var hins vegar tekin síðla árs 2022 að árið 2023 yrðu sölufyrirtækjum á heildsölumarkaði raforku ekki lengur afhentar upprunaábyrgðir án greiðslu. Afsláttur var veittur fyrst um sinn vegna kaupanna, en tekjur fyrirtækisins af sölu þessara ábyrgða hefur aukist mjög. 

Horft fram hjá ábyrgðarkerfinu

Ábyrgðirnar byggja á evrópsku kerfi sem er ætlað að skapa fjárhagslega hvata til að vinna endurnýjanlega orku. Með útgáfu ábyrgðanna verða í raun til tvær vörur þegar rafmagn er unnið úr endurnýjanlegum orkugjöfum; rafmagnið sjálft og svo ábyrgðarskírteinið vegna framleiðslunnar. Það þýðir hins vegar líka …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
2
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
4
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.
Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár