Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Seldu upprunaábyrgðir fyrir milljarða í fyrra

Tekj­ur Lands­virkj­un­ar af sölu upp­runa­ábyrgða hafa marg­fald­ast á fjór­um ár­um. Lengi voru ábyrgð­irn­ar af­hent­ar við­skipta­vin­um án sér­staks gjalds en nú skila þær millj­örð­um í nýj­ar tekj­ur.

Seldu upprunaábyrgðir fyrir milljarða í fyrra
Milljarða tekjur Tekjur af sölu upprunaábyrgða nema milljörðum króna á hverju ári. Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Mynd: Bára Huld Beck

Landsvirkjun hefur á fjögurra ára tímabili selt upprunaábyrgðir vegna raforku fyrir 13 milljarða króna. Langmest fékkst fyrir ábyrgðirnar á síðasta ári, eða 5,7 milljarðar. Tekjurnar hafa margfaldast á þessu tímabili en stefnubreyting varð árið 2023 sem hefur fært fyrirtækinu auknar tekjur af ábyrgðunum.

Árið 2021 námu tekjur fyrirtækisins af sölu ábyrgða sem þessara einum milljarði og 1,7 milljörðum ári síðar. Sú ákvörðun var hins vegar tekin síðla árs 2022 að árið 2023 yrðu sölufyrirtækjum á heildsölumarkaði raforku ekki lengur afhentar upprunaábyrgðir án greiðslu. Afsláttur var veittur fyrst um sinn vegna kaupanna, en tekjur fyrirtækisins af sölu þessara ábyrgða hefur aukist mjög. 

Horft fram hjá ábyrgðarkerfinu

Ábyrgðirnar byggja á evrópsku kerfi sem er ætlað að skapa fjárhagslega hvata til að vinna endurnýjanlega orku. Með útgáfu ábyrgðanna verða í raun til tvær vörur þegar rafmagn er unnið úr endurnýjanlegum orkugjöfum; rafmagnið sjálft og svo ábyrgðarskírteinið vegna framleiðslunnar. Það þýðir hins vegar líka að þessar tvær ólíku vörur eru ekki endilega seldar sama aðila. 

NúllÍ ársskýrslu Rio Tinto, móðurfélags ÍSAL í Straumsvík, er starfsemin kolefnishlutlaus. Það er meðal annars vegna kaupa á upprunaábyrgða fyrir raforkunotkun álversins.

Þannig getur kaupandi að íslensku rafmagni, sem sannarlega er framleitt úr endurnýjanlegum orkugjöfum, ekki talið slíkt fram í grænu bókhaldi, sem dæmi, nema að með fylgi vottun. Íslenskir stórnotendur, sem fyrst og fremst eru álverin þrjú, hafa ekki viljað kaupa þessar ábyrgðir en hafa engu að síður auglýst sig sem notendur grænnar orku. 

Í janúar á síðasta ári kom fram í svari þáverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að enginn álframleiðandi á Íslandi kaupi upprunaábyrgðir fyrir þá orku sem þeir nota. Það hefur þó breyst. Í nýlega birtri ársskýrslu Rio Tinto, móðurfélags ÍSAL í Straumsvík, segir að félagið hafi á liðnu ári keypt upprunaábyrgðir rafmagns og telur nú starfsemi ÍSAL upp á lista yfir kolefnishlutlausar rekstrareiningar.

Rio kaupir ábyrgðir

Í skriflegu svari Rio Tinto, móðurfélags ÍSAL, við fyrirspurn Heimildarinnar til ÍSAL, segir að vottun grænnar orku í vinnslu fyrirtækisins, hvort sem er með orkuskírteinum (REC) eða upprunaábyrgðum sé stjórnað af móðurfélaginu.

„Fyrirtækið hefur nýverið ákveðið að færa sig yfir í markaðsmiðaða aðferð við skýrslugerð um losun í umfangi 2 sem aðalviðmið og markmið og mun framvegis nota þessa nýju aðferð, þar á meðal fyrir ÍSAL. Öll evrópsk upprunavottorð (GO) sem Rio Tinto kaupir eru fengin frá hágæða endurnýjanlegum orkustöðvum í meginlandi Evrópu í gegnum AIB,“ segir í svarinu. 

Þegar Rio Tinto talar um umfang 2, er verið að vísa til skráningar í loftslagsbókhaldi á óbeinni losun gróðurhúsalofttegunda sem stafar af kaupum á rafmagni, gufu, hita eða kælingu sem fyrirtæki notar í starfsemi sinni. 

Aukið verðmæti í ábyrgðum

Samkvæmt upplýsingum á vef Landsvirkjunar eru kaupendur upprunaábyrgða úr framleiðslu fyrirtækisins að mestu almennir notendur í Evrópu. Landsvirkjun seldi fyrstu ábyrgðirnar árið 2011 en þá var viðskiptakerfið orðið þriggja ára gamalt. Ekki er sérstaklega gerð grein fyrir tekjunum í ársreikningi fyrirtækisins, en í svari við fyrirspurn Heimildarinnar komu áðurnefndar tölur um tekjur fram. 

Breytingin sem varð árið 2023 fólst í því að raforkusalar sem selja til venjulegra neytenda, það er ekki stórnotenda sem kaupa sína orku milliliðalaust af Landsvirkjun, fengu ekki sínar ábyrgðir endurgjaldslaust. Við það fjölgaði þeim ábyrgðum sem fyrirtækið hafði til sölu. Auknar tekjur endurspegla samt ekki síður aukið verðmæti á markaði með upprunaábyrgðir. 

Allur gangur er á því hvort rafmagn til íslenskra heimila er upprunavottað eða ekki. Þannig rukkar Orka náttúrunnar, sem er sölufyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, hálfa krónu á hverja kílóvattsstund fyrir upprunaábyrgð á rafmagni til heimila. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Bíddu við ?? Enn eitt álagið a venjulega notendur? Af hverju kemur það ekki a óvart.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
4
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár