Jens Garðar Helgason var kjörinn nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins í Laugardalshöllinni í dag og tekur við embættinu af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.
Jens Garðar hlaut 928 atkvæði, eða 53,2 prósent gildra atkvæða. Diljá Mist Einarsdóttir hlaut 758 atkvæði eða 43,4 prósent. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fékk 59 atkvæði, án þess þó að hún hafi tilkynnt um framboð til embættisins.
Í ræðu sinni þakkaði Jens Garðar Diljá Mist Einarsdóttur mótframbjóðanda sínum og sagðist hann lofa því að vera glaður og djarfur. Framundan væru sveitarstjórnarkosningar. „Og fálkinn mun blakta við hvert ráðhús næsta vor.“
Fyrr á fundinum var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður flokksins – fyrst kvenna. Hún hlaut 50,11% atkvæða og aðeins 19 fleiri atkvæði en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Litlu munaði á að kjósa þyrfti aftur en formaðurinn þarf að fá yfir helming atkvæða til að verða kjörinn.

Fréttin hefur verið uppfærð.
Athugasemdir (1)