Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Guðrún nýr formaður Sjálfstæðisflokksins

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir var kjör­in formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins á 45. lands­fundi flokks­ins í Laug­ar­dals­höll í há­deg­inu. Að­eins mun­aði 19 at­kvæð­um á henni og Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur.

Guðrún nýr formaður Sjálfstæðisflokksins
Nýr formaður Mynd: Golli

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur verið kjörin nýr formaður Sjálfstæðisflokksins. Hún fékk 50,11 prósent atkvæða á 45. landsfundi flokksins í Laugardalshöll fyrr í dag og tekur við af Bjarna Benediktssyni sem hefur verið formaður frá árinu 2009.

Er þetta í fyrsta sinn í sögu Sjálfstæðisflokksins sem kona er kjörin formaður, en í framboði voru einnig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem fékk 49,09 prósent atkvæða, og Snorri Ásmundsson myndlistarmaður.

Guðrún 19 fleiri atkvæði en Áslaug Arna. Gild atkvæði voru 1858. 

Talsverð spenna ríkti í aðdraganda formannskjörsins en tvísýnt þótti hvort það yrði Áslaug Arna eða Guðrún sem myndi bera sigur úr býtum. Samkvæmt heimildum Vísis þurfti að telja atkvæðin tvisvar, en ljóst er af úrslitunum að varla mátti tæpara standa á milli frambjóðendanna tveggja.

„Ég brenn fyrir þjóð mína og landið mitt. Þetta er ekki sigur einstaklingsins, þetta er sigur okkar allra,“ sagði Guðrún eftir að tilkynnt var um niðurstöðurnar.

Hún sagði að flokkurinn hygðist snúa vörn í sókn og að hún væri tilbúin í þá vegferð. „Við ætlum að stækka flokkinn og verða aftur hryggjarstykkið í íslenskri pólitík.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hélt ræðu þar sem hún óskaði Guðrúnu til hamingju með sigurinn. „Ég er stolt af því að hafa látið slag standa og gefið kost á mér sem formaður,“ sagði hún. Áslaug sagði að fundurinn væri sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sagði að fleiri hefðu tekið þátt í honum en kusu Vinstri græn í Reykjavíkurkjördæunum báðum. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár