María Heimisdóttir hefur verið skipuð í embætti landlæknis. Það var Jóhann Páll Jóhannsson, settur heilbrigðisráðherra, sem gerði það, en hann leysti af Ölmu Möller heilbrigðisráðherra sem vék við skipun eftirmanns síns í landlæknisembættið.
María var metin mjög vel hæf af hæfnisnefnd, samkvæmt tilkynningu á vef ráðuneytisins. Hún er með embættispróf í læknisfræði, hefur lokið MBA-námi frá bandarískum háskóla og doktorsprófi í lýðheilsu, líka frá Bandaríkjunum. Hún starfaði um árabil hjá Íslenskri erfðagreiningu og á Landspítala, þar sem hún var meðal annars yfirlæknir og framkvæmdastjóri fjármála.
María var forstjóri Sjúkratrygginga Íslands frá 2018 til 2022. Það vakti töluverða athygli þegar hún sagði því starfi lausu en í bréfi til samstarfsfólks sagðist hún ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
„Það hefur [...] ekki tekist að styrkja rekstrargrundvöll [Sjúkratrygginga] til að ná ásættanlegum árangri – að við getum rækt lögboðnar skyldur okkar með sóma og boðið samkeppnishæf laun. Við þessar aðstæður …
Athugasemdir