Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

María kemur í stað Ölmu sem landlæknir

María Heim­is­dótt­ir hef­ur ver­ið skip­að­ur nýr land­lækn­ir. Hún tek­ur við af Ölmu Möller sem nú er heil­brigð­is­ráð­herra.

María kemur í stað Ölmu sem landlæknir
Nýr landlæknir María var talin mjög hæf til að gegna starfinu, samkvæmt mati nefndar sem fór yfir umsóknir um embættið. Mynd: Sjúkratryggingar Íslands

María Heimisdóttir hefur verið skipuð í embætti landlæknis. Það var Jóhann Páll Jóhannsson, settur heilbrigðisráðherra, sem gerði það, en hann leysti af Ölmu Möller heilbrigðisráðherra sem vék við skipun eftirmanns síns í landlæknisembættið.

María var metin mjög vel hæf af hæfnisnefnd, samkvæmt tilkynningu á vef ráðuneytisins. Hún er með embættispróf í læknisfræði, hefur lokið MBA-námi frá bandarískum háskóla og doktorsprófi í lýðheilsu, líka frá Bandaríkjunum. Hún starfaði um árabil hjá Íslenskri erfðagreiningu og á Landspítala, þar sem hún var meðal annars yfirlæknir og framkvæmdastjóri fjármála.

María var forstjóri Sjúkratrygginga Íslands frá 2018 til 2022. Það vakti töluverða athygli þegar hún sagði því starfi lausu en í bréfi til samstarfsfólks sagðist hún ekki vilja taka ábyrgð á van­fjár­magn­aðri stofn­un. 

„Það hefur [...] ekki tekist að styrkja rekstrargrundvöll [Sjúkratrygginga] til að ná ásættanlegum árangri – að við getum rækt lögboðnar skyldur okkar með sóma og boðið samkeppnishæf laun. Við þessar aðstæður …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár