Ég er að reyna að lifa betra lífi

Patryk Lipa kom til Ís­lands í leit að betra lífi. Leit­in stend­ur enn yf­ir en allt er á réttri leið.

Ég er að reyna að lifa betra lífi
Að gera sitt besta Patryk Lipa er þakklátur fyrir heilsuna. „Ég get lært það sem ég vil, unnið við það sem ég vil og prófað allt sem mig langar að prófa.“ Mynd: Heimildin/Erla María

„Ég er að byggja upp Ísland. Akkúrat núna er ég að pæla í hversu hvasst verður á morgun, það hefur áhrif á það hvort ég geti unnið. Aðstæðurnar á vinnusvæðinu skipta máli. 

Pólland er heimalandið mitt en ég kom hingað í leit að betra lífi. Lífið er betra hér að vissu leyti, sumt er betra en það er líka sumt sem ég sakna. Loftið hér er gott og vatnið og rafmagnið er ódýrt. Og launin eru góð. En ég sakna hlýja sumarveðursins í Póllandi, skógarins og fjölskyldunnar. 

Ég bý með kærustunni minni hér en mamma er í Póllandi og pabbi býr í Tékklandi. Ég heimsótti hann í síðustu viku, við áttum mjög góðar stundir saman. Ég hef gengið í gegnum ýmislegt í lífinu en að flytja til nýs lands, á nýjan stað, það hefur mótað mig. Ég hef búið á Íslandi í fjögur ár, áður bjó ég í Tékklandi í fimm ár. 

„Ég ætla að gera mitt besta“

Það er erfitt að svara því hvernig framtíðin verður. Ég er með plön sem ég er að reyna að fókusa á núna, ég ætla að gera mitt besta, og það mun hafa áhrif á það sem gerist næst. En ég veit ekki alveg hvernig þetta verður. Ég er þakklátur fyrir heilsuna mína, ég get gert það sem ég vil. Ég get lært það sem ég vil, unnið við það sem ég vil og prófað allt sem mig langar að prófa. Ég er að reyna að lifa betra lífi og vera hjálpsamur.“

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mæðgur á vaktinni
2
Á vettvangi

Mæðg­ur á vakt­inni

Mæðg­urn­ar Júlí­ana og Hrafn­hild­ur eru báð­ar hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar og vinna oft sam­an á vökt­um á bráða­mót­tök­unni. Á leið­inni heim eft­ir erf­iða vakt náð þær oft góðu spjalli sem verð­ur góð viðr­un. Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, en þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur sam­an.
Breytingar á veiðigjöldum lagðar fram
6
Fréttir

Breyt­ing­ar á veiði­gjöld­um lagð­ar fram

Frum­varp um breyt­ing­ar á veiði­gjöld­um hef­ur ver­ið lagt fram í sam­ráðs­gátt. Hanna Katrín Frið­riks­son at­vinnu­vega­ráð­herra kall­ar breyt­ing­arn­ar „leið­rétt­ingu“ sem koma eigi til móts við ákall þjóð­ar­inn­ar um eðli­legt gjald úr­gerð­ar­fyr­ir­tækja af auð­lind­inni. Mið­að við raun­veru­legt afla­verð­mæti hefðu veiði­gjöld getað ver­ið um tíu millj­örð­um hærri í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
5
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu