Verðbólga mælist nú 4,2 prósent á ársgrundvelli, en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,9 prósent á milli mánaða. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í febrúar árið 2021. Ef húsnæðisliðurinn er undanskilinn, hefur tólf mánaða hækkun vísitölunnar numið um 2,7 prósentum.
Á milli mánaða hafði hækkun verðs á mat- og drykkjarvörum mestu áhrifin á verðbólguna til hækkunar, en matur og drykkur hækkaði um 1,1 prósent á milli mánaða. Næst veigamestar voru hækkanir á húsgögnum og heimilisbúnaði, en samtals var hækkun í þeim flokki 5,6 prósent á milli mánaða.
Athugasemdir