Giacomo Montanelli er frá Norður-Ítalíu og var orðinn þreyttur á landinu sínu. Hann segir að þar kvarti allir undan öllu. Hann segist ekki hafa viljað enda þannig sjálfur, hann hafði komið til Íslands sem ferðamaður og líkað vel og ákvað að bjóða fram krafta sína sem sjálfboðaliði hér á landi fyrir rúmlega 10 árum síðan. „Það var aðili sem bauð mér að koma og starfa fyrir sig, þannig að ég flutti norður í land, til Akureyrar, og hef verið þar síðan. Ég virkilega elska að búa þar, fólkið þar er yndislegt og stærðin á bænum fullkomin. Konan mín flutti nokkrum mánuðum á eftir mér hingað, en hún varð eftir á Ítalíu til að klára námið sitt,“ segir Giacomo.
Giacomo starfaði svo við ræktun fyrir fyrirtækið Urban Farm í kjölfarið og segist svo hafa ákveðið að halda áfram að gera það, eftir að það fyrirtæki hætti starfsemi sinni. „Ég hélt áfram …
Athugasemdir