Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Fullkomin blanda atvinnu og ástríðu

Hjón­in Giacomo Monta­nelli og Serena Pedr­ana ákváðu að flytja frá Ítal­íu til Ís­lands fyr­ir tíu ár­um. Þau sett­ust að á Ak­ur­eyri og una sér vel. Ár­ið 2023 settu þau á fót sitt eig­ið fyr­ir­tæki, Rækta Microfarm, og rækta þar græn­sprett­ur á um­hverf­i­s­væn­an og sjálf­bær­an hátt.

Fullkomin blanda atvinnu og ástríðu
Ræktun „Til að mynda er 40 sinnum meira af næringarefnum í handfylli af grænsprettum af brokkólí heldur en í fullvaxta brokkólí.“ segir Giacomo. Mynd: Aron Ingi

Giacomo Montanelli er frá Norður-Ítalíu og var orðinn þreyttur á landinu sínu. Hann segir að þar kvarti allir undan öllu. Hann segist ekki hafa viljað enda þannig sjálfur, hann hafði komið til Íslands sem ferðamaður og líkað vel og ákvað að bjóða fram krafta sína sem sjálfboðaliði hér á landi fyrir rúmlega 10 árum síðan. „Það var aðili sem bauð mér að koma og starfa fyrir sig, þannig að ég flutti norður í land, til Akureyrar, og hef verið þar síðan. Ég virkilega elska að búa þar, fólkið þar er yndislegt og stærðin á bænum fullkomin. Konan mín flutti nokkrum mánuðum á eftir mér hingað, en hún varð eftir á Ítalíu til að klára námið sitt,“ segir Giacomo.

Giacomo starfaði svo við ræktun fyrir fyrirtækið Urban Farm í kjölfarið og segist svo hafa ákveðið að halda áfram að gera það, eftir að það fyrirtæki hætti starfsemi sinni. „Ég hélt áfram …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þetta er frábært, fólk sem elskar að vera og gera.🥰😍🥳
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Gott viðtal!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár