Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Evrópuleiðtogar hittast í Úkraínu á sögulegum fundi

Kristrún Frosta­dótt­ir er kom­in til Kyiv. „Þið get­ið ekki treyst Pútín,“ seg­ir for­sæt­is­ráð­herra Finn­lands.

Evrópuleiðtogar hittast í Úkraínu á sögulegum fundi
Kristrún í Kyiv Forsætisráðherra Íslands situr fundinn í Kyiv. Hér er Kristrún Frostadóttir við komuna í borgina snemma í morgun, þar sem skristofustjóri forsetaembættis Úkraínu mætir henni á lestarstöðinni. Mynd: AFP

Leiðtogar Evrópuríkja hittast núna í Kyiv, höfuðborg Úkraínu, og ræða um að taka frumkvæðið af Bandaríkjunum, nú þegar Bandaríkjaforseti hefur tekið afstöðu með Rússlandi í friðarsamningum Bandaríkjanna og Rússlands um framtíð Úkraínu.

„Þið getið ekki treyst Pútín. Þið getið ekki gert samning við Pútín, því það er um leið samningur við Kína,“ segir Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands. „Treystið mér, þetta stoppar ekki í Úkraínu,“ bætir hann við.

„Ekkert okkar getur spáð fyrir um hvað gerist næstu vikur og mánuði,“ segir forsætisráðherra Hollands, Dick Schoof.

Auk leiðtoga Evrópuríkja er Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, viðstaddur fundinn, og forsætisráðherra Japans, Shigeru Ishiba, ávarpar hann að heiman.

„Við getum ekki snúið aftur til tíma þar sem vald veitir rétt,“ sagði Trudeau, áður en hann þuldi upp búnað sem Kanada veitir Úkraínu nú til viðbótar við það sem þegar var komið.

Stuðningsfundur ÚkraínuNú þegar þrjú ár eru frá innrás Rússlands eru Evrópuríki að reyna að taka frumkvæðið eftir snúning Bandaríkjanna í átt að Rússum.
Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár