Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Evrópuleiðtogar hittast í Úkraínu á sögulegum fundi

Kristrún Frosta­dótt­ir er kom­in til Kyiv. „Þið get­ið ekki treyst Pútín,“ seg­ir for­sæt­is­ráð­herra Finn­lands.

Evrópuleiðtogar hittast í Úkraínu á sögulegum fundi
Kristrún í Kyiv Forsætisráðherra Íslands situr fundinn í Kyiv. Hér er Kristrún Frostadóttir við komuna í borgina snemma í morgun, þar sem skristofustjóri forsetaembættis Úkraínu mætir henni á lestarstöðinni. Mynd: AFP

Leiðtogar Evrópuríkja hittast núna í Kyiv, höfuðborg Úkraínu, og ræða um að taka frumkvæðið af Bandaríkjunum, nú þegar Bandaríkjaforseti hefur tekið afstöðu með Rússlandi í friðarsamningum Bandaríkjanna og Rússlands um framtíð Úkraínu.

„Þið getið ekki treyst Pútín. Þið getið ekki gert samning við Pútín, því það er um leið samningur við Kína,“ segir Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands. „Treystið mér, þetta stoppar ekki í Úkraínu,“ bætir hann við.

„Ekkert okkar getur spáð fyrir um hvað gerist næstu vikur og mánuði,“ segir forsætisráðherra Hollands, Dick Schoof.

Auk leiðtoga Evrópuríkja er Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, viðstaddur fundinn, og forsætisráðherra Japans, Shigeru Ishiba, ávarpar hann að heiman.

„Við getum ekki snúið aftur til tíma þar sem vald veitir rétt,“ sagði Trudeau, áður en hann þuldi upp búnað sem Kanada veitir Úkraínu nú til viðbótar við það sem þegar var komið.

Stuðningsfundur ÚkraínuNú þegar þrjú ár eru frá innrás Rússlands eru Evrópuríki að reyna að taka frumkvæðið eftir snúning Bandaríkjanna í átt að Rússum.
Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár