Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Evrópuleiðtogar hittast í Úkraínu á sögulegum fundi

Kristrún Frosta­dótt­ir er kom­in til Kyiv. „Þið get­ið ekki treyst Pútín,“ seg­ir for­sæt­is­ráð­herra Finn­lands.

Evrópuleiðtogar hittast í Úkraínu á sögulegum fundi
Kristrún í Kyiv Forsætisráðherra Íslands situr fundinn í Kyiv. Hér er Kristrún Frostadóttir við komuna í borgina snemma í morgun, þar sem skristofustjóri forsetaembættis Úkraínu mætir henni á lestarstöðinni. Mynd: AFP

Leiðtogar Evrópuríkja hittast núna í Kyiv, höfuðborg Úkraínu, og ræða um að taka frumkvæðið af Bandaríkjunum, nú þegar Bandaríkjaforseti hefur tekið afstöðu með Rússlandi í friðarsamningum Bandaríkjanna og Rússlands um framtíð Úkraínu.

„Þið getið ekki treyst Pútín. Þið getið ekki gert samning við Pútín, því það er um leið samningur við Kína,“ segir Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands. „Treystið mér, þetta stoppar ekki í Úkraínu,“ bætir hann við.

„Ekkert okkar getur spáð fyrir um hvað gerist næstu vikur og mánuði,“ segir forsætisráðherra Hollands, Dick Schoof.

Auk leiðtoga Evrópuríkja er Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, viðstaddur fundinn, og forsætisráðherra Japans, Shigeru Ishiba, ávarpar hann að heiman.

„Við getum ekki snúið aftur til tíma þar sem vald veitir rétt,“ sagði Trudeau, áður en hann þuldi upp búnað sem Kanada veitir Úkraínu nú til viðbótar við það sem þegar var komið.

Stuðningsfundur ÚkraínuNú þegar þrjú ár eru frá innrás Rússlands eru Evrópuríki að reyna að taka frumkvæðið eftir snúning Bandaríkjanna í átt að Rússum.
Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár