„Eins ömurlegt og eins hryllilegt og mér finnst til þess að hugsa, að það sé jafnvel verið að nota hagsmuni barna í pólitískum hráskinnaleik, þá vona ég að svo sé ekki,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra, spurð út í deilur sem virðast ríkja innan Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS).
Í tilkynningu sem stjórn SÍS birti í gær á vef sínum var afstaða sambandsins til innanhússtillögu ríkissáttasemjara reifuð og komu þar fram óvænt sjónarmið.
Þar sagði að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði um innanhússtillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram 20. febrúar á þremur stjórnarfundum. Meðal annars kom ríkissáttasemjari inn á fund stjórnar til að kynna mögulega tillögu og fá afstöðu stjórnar til þess hvort hann ætti að leggja hana fram. Á þeim fundi kom skýrt fram að stjórn hugnaðist ekki sú leið sem sáttasemjari lagði …
Athugasemdir