SÍS var andvíg tillögu sem Heiða Björg sagðist hlynnt en mætti ekki til þess að greiða atkvæði

Stjórn SÍS og samn­inga­nefnd var and­víg fram­lagn­ingu inn­an­hústil­lögu rík­is­sátta­semj­ara í kenn­ara­deilu sem var felld af sam­band­inu í gær. Nýr borg­ar­stjóri seg­ist hafa ver­ið hlynnt henni, en mætti ekki til þess að greiða at­kvæði með til­lög­unni.

SÍS var andvíg tillögu sem Heiða Björg sagðist hlynnt en mætti ekki til þess að greiða atkvæði
Kennarar mættu og mótmæltu á pöllum ráðhússins þar sem Heiða Björg Hilmisdóttir upplýsti kennara um að hún hefði verið hlynnt tillögunni. Mynd: Golli

Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) segir innanhústillögu sem var lögð fram af ríkissáttasemjara hafi ekki verið lögð þar fram „með samþykki stjórnar SÍS eða samninganefndar“.

Segist stjórn sambandsins vilja koma þessu skýrt á framfæri í tilkynningu sem var birt á vefsvæði sambandsins.

Forseti SÍS og nýr borgarstjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir, sagðist hafa verið hlynnt tillögunni sem var lögð fram og sagði við blaðamann Heimildarinnar skömmu fyrir aukaaðalfund borgarstjórnar í gær:

„Ég bað varaformann um að hringja í mig ef það yrði atkvæðagreiðsla, en það lá alltaf fyrir að ég hefði samþykkt þennan samning.“

Þegar hún var spurð hvers vegna tillögunni hefði verið hafnað, svaraði Heiða:

„Ég er bara með eitt atkvæði, hinir voru á annarri skoðun.“ Þá sagði hún að það hefði ekki breytt niðurstöðunni ef hún hefði mætt á fundinn sem hún var fjarverandi á. Úr varð að SÍS fékk frest til hádegis daginn eftir, og var tillagan þá felld.

Aðrir í stjórn SÍS eru eftirfarandi: Einar Þorsteinsson, Reykjavík, Hildur Björnsdóttir, Reykjavík, Rósa Guðbjartsdóttir, Hafnarfirði , Einar Brandsson, Akranesi, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Ísafirði, Freyr Antonsson, Dalvíkurbyggð, Jón Björn Hákonarson, Fjarðabyggð, Margrét Ólöf A. Sanders, Reykjanesbæ og Walter Fannar Kristjánsson, Flóahreppi.

Kennarasambandið bregst harkalega við yfirlýsingu SÍS á heimasíðu sinni og skorar á fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá sinni afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara.

Mbl.is greindi frá því í gærkvöldi að Heiða Björg hefði spilað einleik í málinu og komið flatt upp á aðra stjórnarmenn SÍS sem skýri óeininguna sem finna má í yfirlýsingu SÍS. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í fréttum RÚV að hann hefði lagt fram innanhússtillöguna með samþykki deilandi fylkinga, sem vekur furðu í ljósi yfirlýsingar SÍS.

Kennarasambandið telur að stjórn SÍS fari með ósannindi þegar kemur að afstöðu til framlagningar tillögunnar og fullyrðir Kennarasambandið að hið rétta sé að formaður samninganefndar sveitarfélaga hafi verið sammála formanni viðræðunefndar KÍ og ríkissáttasemjara, á fundi sem haldinn var í húsnæði ríkissáttasemjara fimmtudaginn 20. febrúar, um að rétt væri að leggja fyrrnefnda innanhússtillögu fyrir samninganefndir samningsaðila og að svar við henni yrði að berast samdægurs. 

Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara, að hann hafi lagt innanhússtillögu sína fram með samþykki deilandi fylkinga.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár