Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Heiða Björg: „Ég er bara með eitt atkvæði, hinir voru á annarri skoðun“

Nýr borg­ar­stjóri, Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir seg­ist hafa ver­ið hlynnt samn­ingi rík­is­sátta­semj­ara. Hún hafði þó bara eitt at­kvæði. Ný meiri­hluti var kynnt­ur í Ráð­húsi Reykja­vík­ur síð­deg­is.

Heiða Björg: „Ég er bara með eitt atkvæði, hinir voru á annarri skoðun“
Nýr meirihluti var kynntur í Ráðhúsi Reykjavíkur um klukkan fjögur. Mynd: Golli

Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri Reykjavíkur, segir að hún hefði kosið með kjarasamningi sem lá fyrir á borðinu, hefði hún verið viðstödd fund ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Þetta sagði hún í samtali við blaðamann Heimildarinnar eftir að nýr meirihluti kynnti áherslur sínar í Ráðhúsinu.

„Ég var á fundi í gærkvöldi,“ útskýrði Heiða, spurð hvers vegna hún hefði ekki mætt á fund ríkissáttasemjara við kennara. Á hún þá við að hún hafi verið á fundi meirihlutans í borginni um gerð nýs samstarfssamnings.

„Ég bað varaformann um að hringja í mig ef það yrði atkvæðagreiðsla, en það lá alltaf fyrir að ég hefði samþykkt þennan samning,“ segir Heiða og áréttaði að sú afstaða hefði verið skýr.

Valur

Blaðamaður spurði þá af hverju samningnum hefði verið hafnað.

„Ég er bara með eitt atkvæði, hinir voru á annarri skoðun,“ sagði hún og sagði að það hefði ekki breytt niðurstöðunni ef hún hefði mætt á fundinn.

Meirihlutinn kynnti áherslur sínar og kom þá í ljós að Sanna Magdalena verður forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, oddviti VG, verður formaður borgaráðs, en mun skipta við Dóru Björt Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, þegar tímabil meirihlutans er hálfnað. Helga Þórðardóttir verður formaður skóla- og frístundaráðs og Dóra Björt Guðjónsdóttir verður áfram formaður umhverfis- og skipulagsráðs þar til hún skiptir við Líf.

Um hundrað kennarar voru mættir niður í Ráðhús Reykjavíkur til þess að mótmæla og kölluðu meðal annars fram í þegar Heiða Björg tók við sem borgarstjóri. Þá áréttaði hún afstöðu sína eins og fram hefur komið. Hér fyrir ofan má sjá myndband þar sem Líf Magneudóttir og Helga Þórðardóttir ræddu stuttlega við kennara. Báðar hafa þær einni starfað á þeim vettvangi áður en þær fóru út í stjórnmál.

Meirihlutasamstarfið var kynnt síðdegis.
Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár