Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Heiða Björg: „Ég er bara með eitt atkvæði, hinir voru á annarri skoðun“

Nýr borg­ar­stjóri, Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir seg­ist hafa ver­ið hlynnt samn­ingi rík­is­sátta­semj­ara. Hún hafði þó bara eitt at­kvæði. Ný meiri­hluti var kynnt­ur í Ráð­húsi Reykja­vík­ur síð­deg­is.

Heiða Björg: „Ég er bara með eitt atkvæði, hinir voru á annarri skoðun“
Nýr meirihluti var kynntur í Ráðhúsi Reykjavíkur um klukkan fjögur. Mynd: Golli

Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri Reykjavíkur, segir að hún hefði kosið með kjarasamningi sem lá fyrir á borðinu, hefði hún verið viðstödd fund ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Þetta sagði hún í samtali við blaðamann Heimildarinnar eftir að nýr meirihluti kynnti áherslur sínar í Ráðhúsinu.

„Ég var á fundi í gærkvöldi,“ útskýrði Heiða, spurð hvers vegna hún hefði ekki mætt á fund ríkissáttasemjara við kennara. Á hún þá við að hún hafi verið á fundi meirihlutans í borginni um gerð nýs samstarfssamnings.

„Ég bað varaformann um að hringja í mig ef það yrði atkvæðagreiðsla, en það lá alltaf fyrir að ég hefði samþykkt þennan samning,“ segir Heiða og áréttaði að sú afstaða hefði verið skýr.

Valur

Blaðamaður spurði þá af hverju samningnum hefði verið hafnað.

„Ég er bara með eitt atkvæði, hinir voru á annarri skoðun,“ sagði hún og sagði að það hefði ekki breytt niðurstöðunni ef hún hefði mætt á fundinn.

Meirihlutinn kynnti áherslur sínar og kom þá í ljós að Sanna Magdalena verður forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, oddviti VG, verður formaður borgaráðs, en mun skipta við Dóru Björt Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, þegar tímabil meirihlutans er hálfnað. Helga Þórðardóttir verður formaður skóla- og frístundaráðs og Dóra Björt Guðjónsdóttir verður áfram formaður umhverfis- og skipulagsráðs þar til hún skiptir við Líf.

Um hundrað kennarar voru mættir niður í Ráðhús Reykjavíkur til þess að mótmæla og kölluðu meðal annars fram í þegar Heiða Björg tók við sem borgarstjóri. Þá áréttaði hún afstöðu sína eins og fram hefur komið. Hér fyrir ofan má sjá myndband þar sem Líf Magneudóttir og Helga Þórðardóttir ræddu stuttlega við kennara. Báðar hafa þær einni starfað á þeim vettvangi áður en þær fóru út í stjórnmál.

Meirihlutasamstarfið var kynnt síðdegis.
Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár