Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna boða til blaðamannafundar í Ráðhúsinu í dag, klukkan 15:50, þar sem samstarfsyfirlýsing flokkanna verður kynnt. Þar er gert ráð fyrir að flokkarnir munu kynna nýtt samstarf eftir að Framsóknarflokkurinn sleit samstarfi við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn fyrir sléttum tveimur vikum.
Þá stendur til að fram fari aukaaðalfundur borgarstjórnar klukkan 16:40. Nokkur spenna er í kringum fundinn, en formaður Kennarasambandsins sagði í samtali við Heimildina að hann byggist við því að stéttin muni fjölmenna á borgarstjórnarfundinn vegna kjaradeilna sem sveitarfélög eiga í við kennarasambandið. Það slitnaði upp úr þeirri deilu seint í gærkvöldi og kennarar hafa gengið út úr skólum í dag vegna þessa.
Formaðurinn sagði hinsvegar að ekkert væri formlega skipulagt í þessum efnum af hálfu kennara, því yrði bara að bíða og sjá. Töluverð óánægja er í röðum kennara, sérstaklega í ljósi þess að formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga, og mögulega …
Athugasemdir