Nýr meirihluti kynntur í dag

Nýr meiri­hluti í Reykja­vík hyggst kynna sam­starfs­samn­ing sinn á fjórða tím­an­um í dag. Kosn­ing borg­ar­stjóra er á dag­skrá auka­fund­ar borg­ar­stjórn­ar síð­deg­is.

Nýr meirihluti kynntur í dag
Meirihlutaviðræður fyrr í vikunni. Mynd: Golli

Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna boða til blaðamannafundar í Ráðhúsinu í dag, klukkan 15:50, þar sem samstarfsyfirlýsing flokkanna verður kynnt. Þar er gert ráð fyrir að flokkarnir munu kynna nýtt samstarf eftir að Framsóknarflokkurinn sleit samstarfi við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn fyrir sléttum tveimur vikum.

Þá stendur til að fram fari aukaaðalfundur borgarstjórnar klukkan 16:40. Nokkur spenna er í kringum fundinn, en formaður Kennarasambandsins sagði í samtali við Heimildina að hann byggist við því að stéttin muni fjölmenna á borgarstjórnarfundinn vegna kjaradeilna sem sveitarfélög eiga í við kennarasambandið. Það slitnaði upp úr þeirri deilu seint í gærkvöldi og kennarar hafa gengið út úr skólum í dag vegna þessa.

Formaðurinn sagði hinsvegar að ekkert væri formlega skipulagt í þessum efnum af hálfu kennara, því yrði bara að bíða og sjá. Töluverð óánægja er í röðum kennara, sérstaklega í ljósi þess að formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga, og mögulega …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
5
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár