Nýr meirihluti leysir upp íbúaráð

Ný borg­ar­stjórn verð­ur kynnt í dag. Í dag­skrá borg­ar­stjórn­ar­fund­ar má finna til­lög­ur þar sem íbúa­ráð verða leyst upp og mál­efni fatl­aðs fólks verð­ur sam­ein­að mann­rétt­inda- og of­beld­is­varn­ar­ráði og úr verð­ur nýtt mann­rétt­inda­ráð.

Nýr meirihluti leysir upp íbúaráð
Hér má sjá oddvita flokkana á fundi fyrr í vikunni. Mynd: Golli

Aukafundur borgarstjórnar Reykjavíkur verður haldinn klukkan 16:40 í dag og verður þá nýr meirihluti og kosið í ráð. Vísir greindi frá því síðdegis í gær að Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar verði kjörin borgarstjóri en það hefur ekki verið staðfest. Heimildin reyndi að hafa samband við hana án árangurs. 

Píratar héldu fund í gærkvöldi þar sem nýtt meirihlutasamstarf var kynnt og Samfylkingin heldur samskonar fund um klukkan þrjú í dag. Þá vekur athygli að Heiða Björg á afmæli í dag.

Tvær tillögur liggja fyrir á dagskrá fundarins frá borgarfulltrúum hins nýja meirihluta. Fyrri tillagan snýr að breyttu hlutverki mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs.

Þar er lagt til að borgarstjórn samþykki að sameina málaflokka sem nú heyra undir fjölmenningarráð, öldungaráð og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í nýju mannréttindaráði sem tekur við hlutverki mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Forsætisnefnd er falið að vinna nýja samþykkt fyrir ráðið í samráði við mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu sem skal lögð fram til samþykktar á fyrsta fundi borgarstjórnar í mars og kemur í stað gildandi samþykkta. 

Í seinni tillögunni má einnig finna afgerandi breytingar, en þar er lagt til af nýjum meirihluta, að leysa sitjandi íbúaráð frá störfum og fresta kosningum í ný íbúaráð. Verkefnið var kynnt af Dóru Björt Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, sem leiddi stýrihóp um verkefnið. Einn íbúi var þá slembivalinn inn í ráðið og var um tilraunaverkefni til eins árs að ræða, en rúm fimm ár eru síðan því var komið á laggirnar. Þarna er um afgerandi breytingar að ræða sem eru augljóslega afrakstur samningaviðræðna nýs meirihluta borgarinnar sem mun samanstanda af Vinstri grænum, Sósíalistum, Samfylkingu, Flokki fólksins og svo Pírötum.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
5
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár