Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Nýr meirihluti leysir upp íbúaráð

Ný borg­ar­stjórn verð­ur kynnt í dag. Í dag­skrá borg­ar­stjórn­ar­fund­ar má finna til­lög­ur þar sem íbúa­ráð verða leyst upp og mál­efni fatl­aðs fólks verð­ur sam­ein­að mann­rétt­inda- og of­beld­is­varn­ar­ráði og úr verð­ur nýtt mann­rétt­inda­ráð.

Nýr meirihluti leysir upp íbúaráð
Hér má sjá oddvita flokkana á fundi fyrr í vikunni. Mynd: Golli

Aukafundur borgarstjórnar Reykjavíkur verður haldinn klukkan 16:40 í dag og verður þá nýr meirihluti og kosið í ráð. Vísir greindi frá því síðdegis í gær að Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar verði kjörin borgarstjóri en það hefur ekki verið staðfest. Heimildin reyndi að hafa samband við hana án árangurs. 

Píratar héldu fund í gærkvöldi þar sem nýtt meirihlutasamstarf var kynnt og Samfylkingin heldur samskonar fund um klukkan þrjú í dag. Þá vekur athygli að Heiða Björg á afmæli í dag.

Tvær tillögur liggja fyrir á dagskrá fundarins frá borgarfulltrúum hins nýja meirihluta. Fyrri tillagan snýr að breyttu hlutverki mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs.

Þar er lagt til að borgarstjórn samþykki að sameina málaflokka sem nú heyra undir fjölmenningarráð, öldungaráð og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í nýju mannréttindaráði sem tekur við hlutverki mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs. Forsætisnefnd er falið að vinna nýja samþykkt fyrir ráðið í samráði við mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu sem skal lögð fram til samþykktar á fyrsta fundi borgarstjórnar í mars og kemur í stað gildandi samþykkta. 

Í seinni tillögunni má einnig finna afgerandi breytingar, en þar er lagt til af nýjum meirihluta, að leysa sitjandi íbúaráð frá störfum og fresta kosningum í ný íbúaráð. Verkefnið var kynnt af Dóru Björt Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, sem leiddi stýrihóp um verkefnið. Einn íbúi var þá slembivalinn inn í ráðið og var um tilraunaverkefni til eins árs að ræða, en rúm fimm ár eru síðan því var komið á laggirnar. Þarna er um afgerandi breytingar að ræða sem eru augljóslega afrakstur samningaviðræðna nýs meirihluta borgarinnar sem mun samanstanda af Vinstri grænum, Sósíalistum, Samfylkingu, Flokki fólksins og svo Pírötum.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Guð hjálpi borgarbúum segi ég bara... ekki veitir þeim af á næstunni.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár