Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Ný stjórn útgáfunnar

Hlut­haf­ar í Sam­ein­aða út­gáfu­fé­lag­inu kusu nýja stjórn út­gáf­unn­ar á fundi sín­um í vik­unni.

Ný stjórn útgáfunnar
Nýkjörin stjórn Heiða B. Heiðarsdóttir, Elín G. Ragnarsdóttir formaður, Oddur Ástráðsson og Snæbjörn Björnsson Birnir.

Hluthafar í Sameinaða útgáfufélaginu kusu nýja stjórn útgáfunnar á fundi sínum í vikunni.

Áfram sitja frá síðustu stjórn stjórnarformaðurinn Elín G. Ragnarsdóttir, bókaútgefandi og fyrrverandi stjórnandi í fjölmiðlafélögum, Heiða B. Heiðarsdóttir, einn eigenda og stofnenda útgáfufélagsins, Snæbjörn Björnsson Birnir, annar eigandi félagsins, og svo Oddur Ástráðsson lögmaður, sem kemur nýr inn í stjórn. Þá var Jón Ingi Stefánsson, hönnuður og einn stofnenda útgáfunnar, kjörinn í varastjórn.

Sameinaða útgáfufélagið er í dreifðu eignarhaldi, þar sem enginn einn eigandi fer með meira en 10% hlutafjár. Stór hluti eigenda eru núverandi og fyrrverandi starfsmenn. Í samþykktum félagsins eru ákvæði um hámark á atkvæðavægi tengdra aðila og hlutu fimm hluthafar skerðingu á atkvæðavægi vegna þess.

Félagið gefur meðal annars út Heimildina, Heimilisblaðið, Vísbendingu og ensk fréttabréf.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár