Hluthafar í Sameinaða útgáfufélaginu kusu nýja stjórn útgáfunnar á fundi sínum í vikunni.
Áfram sitja frá síðustu stjórn stjórnarformaðurinn Elín G. Ragnarsdóttir, bókaútgefandi og fyrrverandi stjórnandi í fjölmiðlafélögum, Heiða B. Heiðarsdóttir, einn eigenda og stofnenda útgáfufélagsins, Snæbjörn Björnsson Birnir, annar eigandi félagsins, og svo Oddur Ástráðsson lögmaður, sem kemur nýr inn í stjórn. Þá var Jón Ingi Stefánsson, hönnuður og einn stofnenda útgáfunnar, kjörinn í varastjórn.

Sameinaða útgáfufélagið er í dreifðu eignarhaldi, þar sem enginn einn eigandi fer með meira en 10% hlutafjár. Stór hluti eigenda eru núverandi og fyrrverandi starfsmenn. Í samþykktum félagsins eru ákvæði um hámark á atkvæðavægi tengdra aðila og hlutu fimm hluthafar skerðingu á atkvæðavægi vegna þess.
Félagið gefur meðal annars út Heimildina, Heimilisblaðið, Vísbendingu og ensk fréttabréf.
Athugasemdir