Árið án sumars
Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir
Tónlist: Gunnar Karel Másson
Dramatúrg: Igor Dobričić
Ljósahönnuður: Ólafur Ágúst Stefánsson
Miðnætti. Þrumur. Eldingar. Myrkur. Endalok. Upphaf. Árið 1816 er þekkt sem „Árið án sumars“ þegar hitastig féll, uppskera brást og samfélagið var á ystu nöf. Um sumarið sama ár dvelur hópur ungskálda við Genfarvatn, dvöl sem leiddi til eins frægasta veðmáls bókmenntasögunnar og fæddi af sér Vampíruna eftir John Polidori, nokkur af frægustu ljóðum Byrons og Frankenstein eftir Mary Shelley. Ríflega tvö hundruð árum seinna sýnir sviðslistahópurinn Marmarabörn sviðsverk í Borgarleikhúsinu innblásið af þessum viðburðum, veðurhamförum og veðmáli.
Síðasta verkið í þríleik
Árið án sumars er þriðja og síðasta verkið í þríleik Marmarabarna. Vinna hófst við Að flytja fjöll, fyrsta verkið, fyrir áratug síðan og Eyður, annað verkið, rataði á svið í Þjóðleikhúsinu árið 2020. Marmarabörn, vinnuferli þeirra og verk eru skínandi dæmi um mikilvægi þess að styrkja listir, listsköpun og listafólk yfir lengri tíma. Þannig þróast vinnuaðferðir og listafólk fær pláss til að taka listrænar áhættur. Stjórnendur Leikfélags Reykjavíkur …
Athugasemdir