Heim
Leikmynd og búningar: Filippía I. Elísdóttir
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson
Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson og Gísli Galdur Þorgeirsson
Kona kemur heim úr meðferð og fjölskyldan slær upp veislu. Eiginmaður, dóttir og sonur eru öll á nálum enda virðist brotthvarfið hafa átt langan aðdraganda sem endaði næstum því með skelfingu. Hrafnhildur Hagalín snýr loksins aftur á leiksviðið með nýtt leikrit í farteskinu, Heim var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn föstudag og leikstýrt af Magnúsi Geir Þórðarsyni þjóðleikhússtjóra.
Hrafnhildur hefur tilfinningu fyrir bæði formi og samtölum, enda fær höfundur. Eitt af hennar höfundareinkennum er dans á mörkum raunveruleikans. Fjölskyldan sem Heim hverfist um virðist dvelja í annarri vídd, fjórmenningarnir eru nafnlaus, samtöl á skjön og Harold Pinter felur sig á milli setninga þegar textinn er upp á sitt allra besta. Leyndarmál eru mýmörg en Hrafnhildur snýr upp á klisjur með viðbrögðum persóna við afhjúpun, fjölskyldumeðlimir vita yfirleitt meira en þau gefa upp og viðbrögðin ekki endilega í takt við væntingar. Heim er ekki gallalaust leikverk, lausu þræðirnir nokkrir og melódramað of …
Athugasemdir