Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Borgarleikhússtjóri hættir til þess að leikstýra söngleik

Bryn­hild­ur Guð­jóns­dótt­ir hef­ur ákveð­ið að hætta störf­um sem leik­hús­stjóri Borg­ar­leik­húss­ins og mun leik­stýra Moul­in Rou­ge.

Borgarleikhússtjóri hættir til þess að leikstýra söngleik
Brynhildur Guðjónsdóttir hættir störfum sem borgarleikhússtjóri.

Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins lætur af störfum í lok mars samkvæmt tilkynningu frá leikhúsinu. Borgarleikhúsið auglýsir jafnframt eftir umsóknum um stöðu leikhússtjóra.

Stefnt er að því að viðkomandi hefji störf við undirbúning leikársins þegar í vor og taki formlega við stjórn leikhússins fyrir lok núverandi leikárs.

Í tilkynningunni segir að Brynhildur ætli að snúa sér aftur að listinni og sagði starfi sínu lausu. Hún viðraði hugmyndina í nóvember og tilkynnti stjórninni um ákvörðun sína í febrúar.

Brynhildur tók við stöðu leikhússtjóra fyrir nákvæmlega fimm árum, þann 14. febrúar 2020. Brynhildur mun engu að síður leikstýra söngleiknum Moulin Rouge en leikhúsið tryggði sér sýningarréttinn á verkinu eftir nokkurra ára samningaviðræður að því er fram kemur í tilkynningu.

„Þetta er risavaxið verkefni, stórviðburður í íslensku leikhúslífi og stærsta verkefni sem ég hef tekist á hendur sem leikstjóri. Að vandlega íhuguðu máli hef ég ákveðið að helga mig listinni að fullu á ný …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár