Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Borgarleikhússtjóri hættir til þess að leikstýra söngleik

Bryn­hild­ur Guð­jóns­dótt­ir hef­ur ákveð­ið að hætta störf­um sem leik­hús­stjóri Borg­ar­leik­húss­ins og mun leik­stýra Moul­in Rou­ge.

Borgarleikhússtjóri hættir til þess að leikstýra söngleik
Brynhildur Guðjónsdóttir hættir störfum sem borgarleikhússtjóri.

Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins lætur af störfum í lok mars samkvæmt tilkynningu frá leikhúsinu. Borgarleikhúsið auglýsir jafnframt eftir umsóknum um stöðu leikhússtjóra.

Stefnt er að því að viðkomandi hefji störf við undirbúning leikársins þegar í vor og taki formlega við stjórn leikhússins fyrir lok núverandi leikárs.

Í tilkynningunni segir að Brynhildur ætli að snúa sér aftur að listinni og sagði starfi sínu lausu. Hún viðraði hugmyndina í nóvember og tilkynnti stjórninni um ákvörðun sína í febrúar.

Brynhildur tók við stöðu leikhússtjóra fyrir nákvæmlega fimm árum, þann 14. febrúar 2020. Brynhildur mun engu að síður leikstýra söngleiknum Moulin Rouge en leikhúsið tryggði sér sýningarréttinn á verkinu eftir nokkurra ára samningaviðræður að því er fram kemur í tilkynningu.

„Þetta er risavaxið verkefni, stórviðburður í íslensku leikhúslífi og stærsta verkefni sem ég hef tekist á hendur sem leikstjóri. Að vandlega íhuguðu máli hef ég ákveðið að helga mig listinni að fullu á ný …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár