Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins lætur af störfum í lok mars samkvæmt tilkynningu frá leikhúsinu. Borgarleikhúsið auglýsir jafnframt eftir umsóknum um stöðu leikhússtjóra.
Stefnt er að því að viðkomandi hefji störf við undirbúning leikársins þegar í vor og taki formlega við stjórn leikhússins fyrir lok núverandi leikárs.
Í tilkynningunni segir að Brynhildur ætli að snúa sér aftur að listinni og sagði starfi sínu lausu. Hún viðraði hugmyndina í nóvember og tilkynnti stjórninni um ákvörðun sína í febrúar.
Brynhildur tók við stöðu leikhússtjóra fyrir nákvæmlega fimm árum, þann 14. febrúar 2020. Brynhildur mun engu að síður leikstýra söngleiknum Moulin Rouge en leikhúsið tryggði sér sýningarréttinn á verkinu eftir nokkurra ára samningaviðræður að því er fram kemur í tilkynningu.
„Þetta er risavaxið verkefni, stórviðburður í íslensku leikhúslífi og stærsta verkefni sem ég hef tekist á hendur sem leikstjóri. Að vandlega íhuguðu máli hef ég ákveðið að helga mig listinni að fullu á ný …
Athugasemdir