Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Langvinnur vandi í geðheilbrigðismálum

Alma Möller heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir vand­ann í geð­heil­brigðis­kerf­inu vera tví­þætt­an, fleiri legu­rými skorti og úr­ræði fyr­ir ein­stak­linga sem hafa ver­ið metn­ir hættu­leg­ir. Skylda lækna sé að út­skrifa sjúk­linga sem hafa ver­ið nauð­ung­ar­vistað­ir ef það er tal­ið óhætt.

Langvinnur vandi í geðheilbrigðismálum
Skortir úrræði Alma segir skorta úrræði og þjónustu við einstaklinga sem eru metnir hættulegir, og hafa brotið af sér en ýmist metnir sakhæfir eða ósakhæfir. Mynd: Golli

Alma Möller heilbrigðisráðherra segir langvinnan vanda sem blasi við í geðheilbrigðiskerfinu tvíþættan, hið minnsta, og á honum ætli ríkisstjórnin að taka. „Annars vegar er það skortur á legurýmum og björgum hjá geðdeild Landspítalans, þar sem eru of fá pláss. Síðan þarf líka að taka til hendinni þegar kemur að húsnæði réttar- og öryggisgeðdeildar,“ segir hún. „Hins vegar er það skortur á úrræðum og þjónustu við einstaklinga sem eru metnir hættulegir, og hafa brotið af sér en ýmist metnir sakhæfir eða ósakhæfir,“ segir Alma en bendir á að þegar sé vinna í gangi hvað alla þessa þætti varðar. 

Alma getur ekki tjáð sig um einstök mál, og ræðir því ekki málið sem rekið var fyrir dómstólum í vikunni þar sem karlmaður er ákærður fyrir að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í haust. Í aðalmeðferðinni kom skýrt fram að maðurinn er með …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár