Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Formlegar viðræður hafnar í Reykjavíkurborg

Fimm flokk­ar til­kynntu um form­leg­ar meiri­hluta­við­ræð­ur fyr­ir stundu. Það eru Flokk­ur fólks­ins, Pírat­ar, Sam­fylk­ing­in, Vinstri græn og Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands.

Formlegar viðræður hafnar í Reykjavíkurborg
Hér má sjá borgardætur á góðri stundu. Frá vinstri eru Helga Þórðardóttir, Flokkur fólksins, Heiða Björg Hilmisdóttir, Samfylkingin, Líf Magneudóttir, Vinstri græn, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokkur Íslands og Dóra Björt Guðjónsdóttir, Píratar

Sósíalistaflokkur Íslands, Vinstri græn, Píratar, Flokkur fólksins og Samfylkingin eru byrjuð í formlegum meirihlutaviðræðum að því er fram kemur í tilkynningu frá flokkunum. Yfirlýsingin er örstutt og segir í fyrirsögn að fimm flokkar hyggist hefja formlegar viðræður um samstarf á félagslegum grunni.

Svo segir orðrétt: „Markmið okkar er að setja velferð og lífskjör allra Reykvíkinga í forgrunn. Við ætlum að vanda vel til verka og munum upplýsa um gang mála eftir því sem vinnan þróast.“

Meirihlutinn sprakk fyrir helgi þegar borgarstjóri Reykjavíkur og oddviti Framsóknarflokksins, Einar Þorsteinsson, tilkynnti um slit á meirihluta eftir fund með oddvitum Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Síðan þá hafa flokkarnir reynt að tala sig saman með misjöfnum árangri, en um tíma var stefnt á að hefja viðræður á milli Flokks fólksins, Viðreisnar, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Þeim var snarlega slitið eftir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist aldrei vilja leiða Sjálfstæðismenn til valda og bar fyrir sig aðgangsharða gagnrýni flokksins og Morgunblaðsins vegna styrkjamálsins svokallaða.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár