Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Formlegar viðræður hafnar í Reykjavíkurborg

Fimm flokk­ar til­kynntu um form­leg­ar meiri­hluta­við­ræð­ur fyr­ir stundu. Það eru Flokk­ur fólks­ins, Pírat­ar, Sam­fylk­ing­in, Vinstri græn og Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands.

Formlegar viðræður hafnar í Reykjavíkurborg
Hér má sjá borgardætur á góðri stundu. Frá vinstri eru Helga Þórðardóttir, Flokkur fólksins, Heiða Björg Hilmisdóttir, Samfylkingin, Líf Magneudóttir, Vinstri græn, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokkur Íslands og Dóra Björt Guðjónsdóttir, Píratar

Sósíalistaflokkur Íslands, Vinstri græn, Píratar, Flokkur fólksins og Samfylkingin eru byrjuð í formlegum meirihlutaviðræðum að því er fram kemur í tilkynningu frá flokkunum. Yfirlýsingin er örstutt og segir í fyrirsögn að fimm flokkar hyggist hefja formlegar viðræður um samstarf á félagslegum grunni.

Svo segir orðrétt: „Markmið okkar er að setja velferð og lífskjör allra Reykvíkinga í forgrunn. Við ætlum að vanda vel til verka og munum upplýsa um gang mála eftir því sem vinnan þróast.“

Meirihlutinn sprakk fyrir helgi þegar borgarstjóri Reykjavíkur og oddviti Framsóknarflokksins, Einar Þorsteinsson, tilkynnti um slit á meirihluta eftir fund með oddvitum Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Síðan þá hafa flokkarnir reynt að tala sig saman með misjöfnum árangri, en um tíma var stefnt á að hefja viðræður á milli Flokks fólksins, Viðreisnar, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Þeim var snarlega slitið eftir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist aldrei vilja leiða Sjálfstæðismenn til valda og bar fyrir sig aðgangsharða gagnrýni flokksins og Morgunblaðsins vegna styrkjamálsins svokallaða.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár