Formlegar viðræður hafnar í Reykjavíkurborg

Fimm flokk­ar til­kynntu um form­leg­ar meiri­hluta­við­ræð­ur fyr­ir stundu. Það eru Flokk­ur fólks­ins, Pírat­ar, Sam­fylk­ing­in, Vinstri græn og Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands.

Formlegar viðræður hafnar í Reykjavíkurborg
Hér má sjá borgardætur á góðri stundu. Frá vinstri eru Helga Þórðardóttir, Flokkur fólksins, Heiða Björg Hilmisdóttir, Samfylkingin, Líf Magneudóttir, Vinstri græn, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokkur Íslands og Dóra Björt Guðjónsdóttir, Píratar

Sósíalistaflokkur Íslands, Vinstri græn, Píratar, Flokkur fólksins og Samfylkingin eru byrjuð í formlegum meirihlutaviðræðum að því er fram kemur í tilkynningu frá flokkunum. Yfirlýsingin er örstutt og segir í fyrirsögn að fimm flokkar hyggist hefja formlegar viðræður um samstarf á félagslegum grunni.

Svo segir orðrétt: „Markmið okkar er að setja velferð og lífskjör allra Reykvíkinga í forgrunn. Við ætlum að vanda vel til verka og munum upplýsa um gang mála eftir því sem vinnan þróast.“

Meirihlutinn sprakk fyrir helgi þegar borgarstjóri Reykjavíkur og oddviti Framsóknarflokksins, Einar Þorsteinsson, tilkynnti um slit á meirihluta eftir fund með oddvitum Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Síðan þá hafa flokkarnir reynt að tala sig saman með misjöfnum árangri, en um tíma var stefnt á að hefja viðræður á milli Flokks fólksins, Viðreisnar, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Þeim var snarlega slitið eftir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist aldrei vilja leiða Sjálfstæðismenn til valda og bar fyrir sig aðgangsharða gagnrýni flokksins og Morgunblaðsins vegna styrkjamálsins svokallaða.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár