
Seinni myndaspurning:Hver er þetta?
Almennar spurningar:
- Hvað heitir langfrægasta bók Antoine de Saint-Exupéry?
- Fótboltalið Liverpool þykir öflugt í karlaflokki um þessar mundir en hvaða B-deildarlið sló það út úr ensku bikarkeppninni á dögunum?
- Hvað nefnist hin japanska listgrein að búa til dýramyndir (og fleira) með því að brjóta saman pappírsblað?
- Hvað er harðasta efni jarðar?
- Í hvaða á er Skógafoss?
- Árið 1603 skipti hópur manna á Englandi um nafn og kallaðist eftir það The King's Men – Konungsmenn. Hvaða hópur voru þessir konungsmenn?
- Í hvaða landi er upprunnin ljósahátíðin Divalí?
- Hvað nefndist stærsta núlifandi hákarlategundin?
- Franskur listamaður á 19. öld hét Arthur Rimbaud. Hvaða listgrein stundaði hann?
- Hversu hár er Hallgrímskirkjuturn: 34 metrar – 74 metrar – 114 metrar – 144 metrar?
- Píreus er hafnarborg ... hvaða borgar?
- Hvaða þjóð reisti mannvirkin í Macchu Picchu?
- Í hvaða gígum gaus þegar hraunið í Skaftáreldum flæddi á 18. öld?
- Hverrar þjóðar er hin vinsæla söngkona Ariane Grande?
- Í upphafi Covid-tímans varð gríðarlega vinsælt suður-afrískt stuðlag sem komst í tísku svo alls konar hópar dönsuðu við og birtu myndir af á netinu. Hvað heitir lagið?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er hluti málverks eftir Salvador Dali. Á seinni myndinni er Psy, flytjandi hins fræga lags Gangnam Style.
Svör við almennum spurningum:
1. Litli prinsinn. — 2. Plymouth. — 3. Origami. — 4. Demantar. — 5. Skógá. — 6. Leikflokkur William Shakespeares. — 7. Indlandi. — 8. Hvalháfur, hvalhákarl. — 9. Ljóðlist. — 10. 74 metrar. — 11. Aþenu. — 12. Inkar. — 13. Lakagígum. — 14. Bandarísk. — 15. Jerusalema.
Athugasemdir (2)