Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Stóðu heiðursvörð við útför Ólafar Töru

Fjöldi fólks stóð heið­ursvörð við Grafar­vogs­kirkju í dag þeg­ar Ólöf Tara Harð­ar­dótt­ir var jarð­sung­in. For­seti Ís­lands, for­sæt­is­ráð­herra og for­seti Al­þing­is voru með­al þeirra sem vott­uðu henni virð­ingu sína.

Stóðu heiðursvörð við útför Ólafar Töru

Baráttukonan Ólöf Tara Harðardóttir var jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag. Fjöldi fólks stóð heiðursvörð við kirkjuna til að votta henni virðingu sína. 

Ólöf Tara var kraftmikil í umræðu um og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi og kom að stofnun tveggja samtaka, Öfga og Vitundar, sem börðust ötullega fyrir breytingum í þágu þolenda ofbeldis.

Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, sá um athöfnina en meðal þeirra sem voru viðstödd útförina voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis og Halla Tómasdóttir forseti Íslands.

Fánar Öfga og Stígamóta voru uppi við altarið í fjölmennri athöfninni. Þjóðlagið Sofðu unga ástin mín var flutt á undan ritningarlestri en eftirspilið var lagið Áfram stelpur og stóð í sálmaskrá að kirkjugestir væri hvattir til að syngja með, en útprentuðum textanum var dreift meðal þeirra. Kistan var borin út af konum, meðal annars baráttusystrum Ólafar Töru, þeim Guðnýju S. Bjarnadóttur og Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur. 

Ólöf Tara var fædd í Reykjavík 9. mars 1990 og því á 35. aldursári þegar hún lést þann 30. janúar. Foreldrar hennar eru Tinna Arnardóttir og Hörður Örn Harðarson.

Með Öfgum hlaut Ólöf Tara fjölmörg verðlaun fyrir vinnu sína, þar á meðal frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, og hélt mörg erindi í tengslum við kynbundið ofbeldi. Öfgar ávörpuðu meðal annars Sameinuðu þjóðirnar um kvennasáttmálann og funduðu með fulltrúum Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Barátta hennar sneri ekki síst að því að stöðva byrlanir og kvenmorð.

Heimildin / Davíð Þór

Var hún annar tveggja stjórnenda nýrra hlaðvarpsþátta, Dómstóll götunnar, þar sem rýnt er í dóma sem falla hér á landi. Nú í janúar kom hún að stofnun nýrra samtaka gegn kynbundu ofbeldi, Vitund.

Margir hafa minnst Ólafar Töru á samfélagsmiðlum í dag. Guðný S. Bjarnadóttir, ein af stofnendum Vitundar, skrifaði: „Þakklæti er mér efst í huga þegar ég minnist vinkonu minnar Ólafar Töru. Kjarnakonan, viskubrunnurinn og rödd skynseminnar sem ég var svo heppin að eiga að. Það voru algjör forréttindi að fá að kynnast þér og hefði ég aðeins óskað að það hefði verið fyrr og varað lengur. Það er bara ein Ólöf Tara Einstök, hjartahlý, óeigingjörn og fáránlega fyndin. Í dag fylgi ég þér seinasta spölinn en þú verður með mér alla tíð“.

Olga Björt Þórðardóttir er sömuleiðis ein af þeim sem stofnuðu Vitund í ársbyrjum með Ólöfu Töru. Hún skrifaði: „Fljúgðu hátt, elsku Ólöf Tara. Ljós þitt mun skína áfram, orð þín óma og viska þín og reynsla nýtast baráttunni um ókomna tíð. Takk fyrir allt sem þú kenndir (mun eldri) mér, ótal símtölin og samtölin, hlátursköstin og seigluna og vonina sem smituðust svo auðveldlega frá þér. Þar til næst.“

Kolbrún Dögg Arnardóttir, stjórnarformaður samtakanna Líf án ofbeldis, bar Ólöfu Töru þakkir í skrifum sínum: „Í dag fylgi ég elsku Ólöfu Töru síðasta spölinn, ljósið sem skein svo skært fyrir okkur þolendur og bálið sem hún kveikti í okkur baráttusystrum. Nú er ljósið þitt slökknað en við ætlum að halda kyndlinum þínum á lofti í baráttunni fyrir réttlæti“.

Baráttukonurnar Sóley Tómasdóttir og Hildur Lillendahl birtu minningargrein þar sem meðal annars kom fram: „Allar framfarir í þágu mannréttinda hafa byggt á samtakamætti. Ein manneskja breytir ekki samfélagi. En mikið komst Ólöf Tara nálægt því. Ekki af því að hún hafi haft vald eða verið í stöðu til að breyta, heldur af því að hún lagði hjarta sitt og sál í að standa með konum. Ólöf Tara átti frumkvæði að mikilvægum aðgerðum og hún tók þátt í mikilvægum aðgerðum. En svo var hún líka full af samkennd og skildi betur en margar okkar hvað samstaðan skiptir miklu máli. Hún sendi ítrekað ófrávíkjanlegar kröfur út um allar trissur um að nú þyrfti að standa með einhverri af einhverjum ástæðum. Og við hlýddum. Allar. Alltaf. Af því þannig var Ólöf Tara.“

Drífa Snædal, talskona Stígamóta, skrifaði að minning Ólafar Töru væri heiðruð með því að halda áfram baráttunni gegn kynbundni ofbeldi: „Viðurkenna áhrif og afleiðingar þess, trúa, grípa brotaþola en fyrst og fremst að útrýma kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Konur þekkja best afleiðingarnar og mitt í sorginni og vanmættinum vakti það með mér von að sjá Forseta Íslands, biskupinn, forsætisráðherra, forseta þingsins og fleiri og fleiri konur með völd í samfélaginu mæta í útförina. Að auki var stútfull kirkja af konum sem eru tilbúnar í baráttuna sem Ólöf Tara gaf svo mikið og sennilega allt of mikið í. Þó það sé óþolandi að þessi barátta hvíli alltaf á herðum kvenna þá eru það við sem vitum hvað er í húfi að útrýma ofbeldi, við verðum flestar fyrir því. Og núna er stundin, hún er runnin upp! Nú þurfum við að virkja þekkingu okkar, samtakamátt, félagasamtökin, stofnanirnar, skólana, stjórnmálin og almenning. Við þurfum að hafa trú á því að við getum útrýmt kynbundnu ofbeldi og við verðum að ganga samhljóða inn í þá vegferð.“

Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.

Kjósa
51
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár